Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2017 21:30 Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira