Hávær köll um opinbera rannsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Trump var íhugull að loknum fundi sínum með Erdogan. vísir/epa Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50
Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37