Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 22:15 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, en hann greiddi atkvæði með jafnlaunavottun jafnréttismálaráðherra í kvöld. vísir/eyþór Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum. Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. Allar líkur eru því á að jafnlaunavottun verði að lögum í kvöld eða nótt en þingmenn Pírata greiddu ýmist atkvæði gegn greinum frumvarpsins eða sátu hjá. Þeir gagnrýndu meðal annars að með lögunum væri verið að benda á staðal sem væri ekki opinn almenningi og þannig skorti gagnsæi í málinu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með frumvarpinu en Vísir sagði frá því í byrjun apríl að Brynjar myndi ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottuninni. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greiddi einnig atkvæði með málinu en hún lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Jafnlaunavottun er einmitt ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun en frumvarpið hefur sætt gagnrýni og var mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar tíðrætt um það í atkvæðagreiðslu að málið hefði komið illa unnið inn í þingið. Þá væri það ekki „patent“-lausn fyrir launamun kynjanna heldur lítið skref á réttri leið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn þeirra stjórnarandstöðuþingmanna sem kvöddu sér hljóðs. Sagði hann Pírata vera „rödd skynseminnar“ í málinu og hrósaði þeim fyrir það. Kvaðst Sigmundur jafnframt hafa verið sammála öllu því sem þeir hefðu sagt í umræðu um málið. Þingfundi lauk um tíuleytið en hann hefst aftur klukkan 22:30 og mun væntanlega standa fram á nótt. Enn á eftir að skipa dómara við Landsrétt, taka fjármálaáætlun til atkvæðagreiðslu í síðari umræðu og svo greiða atkvæði um fjölmörg frumvörp sem verða þá að lögum.
Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15