Matsmenn finni sökudólginn í myglumálinu hjá Orkuveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Viðgerðir á Orkuveituhúsinu hófust í fyrra. Nú þurfa starfsmenn að þjappa sér fyrir næsta áfanga. vísir/stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætlar að fá dómkvadda matsmenn til að kanna hvað fór úrskeiðis við byggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi og varð þess valdandi að mygla myndaðist í húsinu. Viðgerðir á austurvegg byggingarinnar hafa þegar kostað Orkuveituna 300 milljónir króna. Með þeim átti að „freista þess að koma í veg fyrir þann leka sem var á þeim vegg og olli mygluskemmdum á húsinu“, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir síðasta stjórnarfund fyrirtækisins. Fram kemur að verið sé að hanna og undirbúa frekari viðgerðir á vesturhúsinu og að kostnaðaráætlun liggi fyrir en verði ekki birt fyrr en viðgerðir hafa verið boðnar út og tilboð opnuð. „Vegna fyrirhugaðra viðgerða á vesturhúsi mun húsið verða tæmt og starfsmönnum „þjappað“ saman í austurhúsi sem kostur er, en leigjendur og starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur flytja tímabundið í leiguhúsnæði,“ segir í minnisblaðinu. Orkuveitan vill að matsmennirnir kanni hvort „hönnun, efnisval, framkvæmd og frágangur hafi verið fullnægjandi og í samræmi við lög, reglur, viðurkennda framkvæmd og aðstæður“. Nú sé heppilegt að óska eftir dómkvaðningu matsmanna því nú sé búið að greina austurvegginn og gögn liggi fyrir sem þeir geti kannað. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn OR sögðust ítreka hálfs árs gamla fyrirspurn sína um hvort gerð hafi verið heildarúttekt á skemmdunum og kostnaði vegna þeirra og hver beri þann kostnað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætlar að fá dómkvadda matsmenn til að kanna hvað fór úrskeiðis við byggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi og varð þess valdandi að mygla myndaðist í húsinu. Viðgerðir á austurvegg byggingarinnar hafa þegar kostað Orkuveituna 300 milljónir króna. Með þeim átti að „freista þess að koma í veg fyrir þann leka sem var á þeim vegg og olli mygluskemmdum á húsinu“, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir síðasta stjórnarfund fyrirtækisins. Fram kemur að verið sé að hanna og undirbúa frekari viðgerðir á vesturhúsinu og að kostnaðaráætlun liggi fyrir en verði ekki birt fyrr en viðgerðir hafa verið boðnar út og tilboð opnuð. „Vegna fyrirhugaðra viðgerða á vesturhúsi mun húsið verða tæmt og starfsmönnum „þjappað“ saman í austurhúsi sem kostur er, en leigjendur og starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur flytja tímabundið í leiguhúsnæði,“ segir í minnisblaðinu. Orkuveitan vill að matsmennirnir kanni hvort „hönnun, efnisval, framkvæmd og frágangur hafi verið fullnægjandi og í samræmi við lög, reglur, viðurkennda framkvæmd og aðstæður“. Nú sé heppilegt að óska eftir dómkvaðningu matsmanna því nú sé búið að greina austurvegginn og gögn liggi fyrir sem þeir geti kannað. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórn OR sögðust ítreka hálfs árs gamla fyrirspurn sína um hvort gerð hafi verið heildarúttekt á skemmdunum og kostnaði vegna þeirra og hver beri þann kostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Mikil veikindi starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur urðu til þess að myglan uppgötvaðist. 15. júní 2016 20:00