Er kominn tími á að fjárfesta erlendis? Agnar Tómas Möller skrifar 31. maí 2017 08:00 Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Margir innlendir fjármagnseigendur eru að spyrja hvenær eigi að byrja að fjárfesta erlendis. Stutta svarið er: „Núna!“ Þótt allt bendi til þess að undirstöður íslenska hagkerfisins séu ákaflega traustar á sama tíma og vaxtamunur við útlönd er í methæðum, hefur raungengi íslensku krónunnar styrkst mjög undanfarin misseri. Þótt vissulega sé innistæða fyrir umtalsverðri raungengishækkun krónunnar er verðsamanburður á milli Íslands og þróaðra stórborga slíkur að talsverðar líkur hljóta að vera á einhverri leiðréttingu til lengri tíma. Sem dæmi þá kostar stór samsettur matseðill á einum þekktasta veitingastað Lundúna, Nobu, um 20 prósent minna en sjö rétta seðill á Dill veitingastað. Kaffi á Pret-à-Manger kostar helmingi minna en á flestum íslenskum kaffihúsum, upphafsgjald leigubíla er tvöfalt lægra og það sem mestu skiptir, lágmarkslaun í Bretlandi eru meira en þriðjungi lægri en á Íslandi. Raungengi pundsins er enda um 20 prósent veikara en eðlilegt sögulegt meðaltal á móti krónu, og 10 prósent veikara en það fór lægst fyrir hrun. Svipaða sögu mætti segja víða annars staðar.Blómaskeið fjármagnseigenda Undanfarin ár hafa verið sannkallað blómaskeið íslenskra fjármagnseigenda. Raunvextir Seðlabankans hafa verið nálægt fjórum prósentum að meðaltali frá ársbyrjun 2014 og verðbólga hefur einungis mælst 1,75 prósent að jafnaði, vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Á sama tíma hafa skuldabréf, mælt með skuldabréfavísitölusjóði GAMMA (GAMMA: INDEX), skilað góðri ávöxtun eða um fimm prósent raunávöxtun að jafnaði. Síðast en ekki síst þá hefur krónan styrkst um rétt rúmlega 50 prósent og þar af leiðandi aukið virði innlendra fjárfestinga gríðarlega, mælt í erlendum gjaldmiðlum (í því ljósi er vert að hafa í huga að krónan er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi). Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að eftir nærri níu ár í höftum, hefði uppsöfnuð fjárfestingarþörf innlendra fjármagnseigenda verið slík að krónan hefði gefið talsvert eftir í kjölfar haftaafnáms. Hið þveröfuga hefur hins vegar gerst. Áhugi innlendra fjárfesta á að fjárfesta erlendis hefur verið lítill á sama tíma og kaup erlendra aðila á íslenskum eignum hafa aukist eftir að höftum var aflétt.Vaxtamunurinn stenst ekki Hvers vegna er lítill áhugi á erlendum fjárfestingum í dag? Líkt og margoft hefur komið fram er raunvaxtamunur Íslands nálægt sögulegu hámarki, bæði horft til skamms og lengri tíma. Sé litið til þess að munur á skuldatryggingarálagi Íslands og flestra ríkja með hæstu lánshæfiseinkunn er einungis rúmlega hálft prósent, er áhættuleiðréttur raunvaxtamunur ógnarhár; eða um fjögur prósent við helstu Evrópuríki og um 3,5 prósent við Bandaríkin. Tvær myndir, annars vegar úr nýjustu Peningamálum Seðlabankans og hins vegar úr seinasta Fjármálastöðugleikariti sama banka, sýna ágætlega af hverju svo hár áhættuleiðréttur raunvaxtamunur getur með engu móti staðist með tilliti til stöðu þjóðarbúsins, og leitt til annars en mikilla sveiflna í gengi íslensku krónunnar.Fyrri myndin sýnir ótrúlega breytingu á hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins sem er í dag talsvert betri en miðgildi helstu Evrópuríkja. Seinni myndin sýnir spá fjármálaráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um þróun skulda hins opinbera samanborið við valin samanburðarríki. Samkvæmt því verða skuldir hins opinbera á svipuðum slóðum og hjá ríkjum með hæstu mögulegu einkunn lánshæfismatsfyrirtækjanna.Þótt mjög jákvæður viðskiptajöfnuður muni í einhvern tíma enn halda áfram að þrýsta á enn frekari styrkingu krónunnar, mun sú þróun smám saman grafa undan getu hagkerfisins til að standa undir svo sterku raungengi. Ekki má gleyma að höftin heyra nú sögunni til að mestu leyti og væntingar geta haft mun meiri áhrif til skemmri tíma á gengi krónunnar en afgangur af vöru og þjónustu. Óvæntar og slæmar fréttir af útflutningsgreinum gætu snúið væntingum mjög hratt og leitt til tímabundins útflæðis krónunnar og snarps gengisfalls. Þótt slíkar sveiflur gætu gengið hratt til baka, gætu tímasetningar fjárfesta á erlendum fjárfestingum í slíkum sveiflum verið óheppilegar.Alþjóðleg eignadreifing Hve mikið ættu fjárfestar að fjárfesta erlendis? Innan nokkurra ára, þegar meira jafnvægi hefur vonandi myndast á gengi krónunnar, munu innlendir fjárfestar horfa frekar til þess hve miklu af eignum sínum þeir vilja fjárfesta á Íslandi heldur en hve mikið þeir vilja fjárfesta erlendis. Enda er talsverð mótsögn í því að minnsti gjaldmiðill í heimi sé upphaf og endir í eignasöfnum fjárfesta sem vilja áhættudreifa eignum sínum. Þótt eignaverð kunni að hækka áfram á Íslandi og krónan sömuleiðis að styrkjast eitthvað, eru allar líkur á að styrkingin muni enda í yfirskoti og sveiflur verði miklar, einkum vegna mikils vaxtamunar við útlönd. Það er í raun enginn vafi á því að hluti eignasafna fjárfesta, þó ekki væri nema 10 til 20 prósent, ætti að fara í erlendar fjárfestingar í dag. Fjárfestar ættu að horfa á hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir eiga í söfnum sínum en ekki eingöngu hversu margar krónur fást fyrir gjaldeyrinn á hverjum tíma. Það er víst að í dag eru þær mjög margar!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun