Meðal farþega í vélinni eru borgarstjórar Philadelphiu og Reykjavíkur en um fyrsta flug Icelandair frá bandarísku borginni til Íslands er að ræða. Reiknað er með því að farþegarnir komi til Íslands frá Boston í nótt, tæpum sólarhring á eftir áætlun. Vélin átti að lenda í Keflavík í morgun.

Kollegarnir fá sólarhring til viðbótar til að fara yfir málin í Boston í dag. Icelandair biðst afsökunar á biluninni og segir um afar óvenjulegt atvik að ræða.
Þá sendi flugvöllurinn í Philadelphia frá sér yfirlýsingu og sagði að reynt yrði að sjá til þess í framtíðinni að flug milli borgarinnar og Íslands gengu betur í framtíðinni.
Farþegar í fluginu hafa greint frá því, bæði í viðtali við bandaríska fjölmiðla og á Twitter, að skrýtin lykt hafi verið aftarlega í flugvélinni við brottför frá Philadelphia. Einn farþegi ræðir það í fréttinni hér að neðan.
Frétt ABC í Philadelphia má sjá hér að neðan.