27 fórust og yfir 100 særðust í tveimur hryðjuverkaárásum 31. maí 2017 09:00 Hermenn, viðbragðsaðilar og vegfarendur standa yfir braki bílsins sem brúkaður var við ísbúðina. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira