27 fórust og yfir 100 særðust í tveimur hryðjuverkaárásum 31. maí 2017 09:00 Hermenn, viðbragðsaðilar og vegfarendur standa yfir braki bílsins sem brúkaður var við ísbúðina. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
ÍRAK Minnst 27 fórust og yfir hundrað særðust í tveimur sprengingum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á annarri árásinni en sú seinni er einnig brennd marki þeirra. Fyrri sprengjunni hafði verið komið fyrir í bíl sem lagt var við vinsæla verslunargötu í hverfi sjía-múslima. Flestir hinna látnu voru viðskiptavinir ísbúðar sem höfðu í hyggju að gera vel við sig og kæla sig niður. Ramadan, föstumánuður múslima, er nýgenginn í garð og gera hinir fastandi oft vel við sig eftir að sólin er sest. Minnst sextán létust, þar af nokkur börn, og tæplega 80 særðust. „Fjölskyldur höfðu farið út til að gera vel við sig að föstu lokinni. Sprengjan sprakk skömmu eftir miðnætti, á heitum degi, við vinsæla götu. Þetta miðaði allt að því marki að skaða sem flesta,“ segir Hayder al-Khoei, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, við Al-Jazeera. Sú síðari var einnig bílsprengja en hún sprakk skammt frá brú yfir Tígris í Al-Shahada hverfinu. Ellefu létust og yfir fjörutíu særðust. Hinir látnu voru flestir í biðröð eftir afgreiðslu hjá tryggingastofnun í borginni. Mikil skelfing braust út í hverfinu eftir árásina enda Karrada-árásin í júlí á síðasta ári, þar sem rúmlega 300 manns fórust og 240 særðust, fólki í fersku minni. Sú árás átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu sem var full af fólki að versla á ramadan. Óttuðust margir frekari árásir núna. Meirihluti Íraka, tæplega tveir af hverjum þremur, eru sjía-múslimar. Þrjátíu prósent eru súnní-múslimar. Liðsmenn ISIS aðhyllast, að minnsta kosti að nafninu til, súnní-íslam og álíta sjía-múslima vera villutrúarmenn og heiðingja. Flestar árásir þeirra beinast því að sjía-múslimum. Árásirnar nú telja menn að séu hefndaraðgerð eftir að íraski herinn hóf að hrekja ISIS á brott úr Mósúl. Samtökin náðu borginni á sitt vald um mitt ár 2014. Bardagar hafa geisað í borginni nú í átta mánuði en yfirmenn í íraska hernum hafa lýst því yfir að með því verði ISIS á bak og burt úr landinu. Vígamenn samtakanna hafa hins vegar svarað með því að setja aukið púður í hryðjuverk sín í landinu. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira