Innlent

Reri með rúsínuputta í svaðilför á norðurslóðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er ekki hættulaust að fara á árabát á norðurslóðir.
Það er ekki hættulaust að fara á árabát á norðurslóðir. Vísir/Polar
Óhætt er að segja að svaðilför leiðangursmanna í Polar Row leiðangrinum hafi tekið á ef marka má mynd sem einn þeirra hefur sett á Instagram. Þar má sjá hendur ólympíuræðarans Alex Gregory illa farnar eftir langan róður.

Gregory var hluti af leiðangrinum sem freistaði þess að róa frá Tromsö í Noregi til Íslands, með viðkomu á Svalbarða. Markmiðið var að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks.

Líkt og Vísir hefur greint frá gekk förin greiðlega í fyrstu og sló hópurinn meðal annars heimsmet með því að róa að íshellu Norður-Íshafsins en en enginn hefur komist svo norðarlega á árabát, svo vitað sé til.

Veðrið setti þó hins vegar strik í reikninginn og fór svo að hópurinn leitaði skjóls á Jan Mayen áður en að ákveðið var að hætta við að klára síðasta legg leiðangursins, til Íslands.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hendur Gregory. Í færslu á Instagram útskýrir hann að þetta sé afleiðing þess að hafa verið log engi í blautum hönskum.

„Bleytan og rakinn seytlaði in í húðina,“ skrifar Gregory sem virðist þó ekki hafa teljandi áhyggjur af ástandi handa sinna. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla og ég er svo þakklátur að hafa tekið þátt í leiðangrinum.“

Á Instagram-síðu Gregory má sjá fleiri myndir frá leiðangrinum auk þess að lesa má um rúsínuputta á vef Vísindavefsins.


Tengdar fréttir

Ræðararnir hættir við svaðilförina til Íslands

Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×