Svona var gluggadagurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2017 00:00 Kylian Mbappé er kominn til PSG. Vísir/Getty Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Enski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira