„Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2017 21:45 Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar. vísir/stefán Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sjá meira
Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sjá meira