Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2017 07:00 Flóðvatn heldur áfram að hrylla íbúa Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum en stormurinn Harvey stefnir nú í áttina frá Louisiana og Kentucky. Nordicphotos/AFP Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira