Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 13:25 Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru ekki til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þetta er niðurstaða endurupptökunefndar. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Endurupptökunefnd féllst í gær á endurupptöku á dómi fimm einstaklinga sem sakfelldur voru vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Í úrskurðum nefndarinnar kemur fram að lögreglan hefði ítrekað brotið gegn lögbundnum réttindum þeirra við meðferð málsins. Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu verið yfirheyrðir í alls 555 klukkustundir.Rannsóknaraðferðir ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljósNefndin telur fjölda yfirheyrslna og annarra samskipta yfirgengilega margar og umfangsmiklar. Þar sem almennt sé viðurkennt að áreiðanleiki framburða minnki með síendurteknum upprifjunum sé ljóst að rannsóknaraðferðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefðu ekki verið til þess fallnar að leiða sannleikann í ljós. Þá telur nefndin verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra um meinta refsiverða háttsemi hefði byggst á eigin upplifun þeirra. Sérstaklega virðist hafa verið gætt að því að spyrja dómfelldu ekki frekar um þá þætti í atburðarásinni sem tekist hafði að samræma.Framburðir óljósari en fram kemur í dómumÍ úrskurðunum kemur fram að framburðir þeirra hefðu verið mun óljósari og meira misvísandi en fram kemur í dómum sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar. Hvorki hefði verið aflað frekari sönnunargagna né vitnisburða um slík atriði. Það samræmist engann veginn hlutlægnisskyldu rannsakenda og dómara, að mati nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir rannsóknaraðila og dómara um fyrirkomulag gæsluvarðhalds í sumum tilvikum taldar hafa þjónað þeim tilgangi að ná fram játningum og síðar að tryggja að dómfelldu héldu sig við þá framburði sem þau höfðu gefið.Einangrun hafði mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsuEingangrun þeirra og sú meðferð sem þeir sættu hefði haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra með þeim hætti að rétt hefði verið að taka verulegt tillit til þessara þátta við mat á sönnunargildi framburða þeirra. Það hefði ekki verið gert. Nefndin telur verulegar líkur á því að langvinn einangrun og tíðar og langar yfirheyrslur hefðu verið til þess fallnar að brjóta niður allt viðnám dómfelldu gagnvart rannsóknarmönnum. Þá segir: „Þannig að þau hafi smám saman verið tilbúin að segja það sem þeim þótti helst geta orðið til þess að binda endi á einangrunarvistina jafnvel þótt það hefði í för með sér langan fangelsisdóm.”Hæstiréttur vanmat áhrif þeirra yfirheyrsluaðferða sem beitt varÍ úrskurðum nefndarinnar er að finna viðamikla umfjöllun um þær rannsóknar og yfirheyrsluaðferðir sem beitt var við rannsókn málanna. Meðal annars sefjun, dáleiðslu, sannleikssprautun og beitingu harðræðis. Um það segir eftirfarandi:„ Það er mat endurupptökunefndar að vegna takmarkaðri upplýsinga um harðræði en nú liggja fyrir hafi Hæstiréttur vanmetið þessi áhrif við sönnunarmat bæði í Guðmundar og Geirfinnsmálinu með þeim hætti að verulegar líkur séu á að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málanna.”Næsta skref að kanna hvort Sigríður telji sig ennþá vanhæfaDavíð Þór Björgvinsson hefur verið settur ríkissaksóknari í málinu. Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir að næsta skref í málinu sé að kanna hvort Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telji sig ennþá vanhæfa í málinu. „Komist verði að niðurstöðu um það þá þarf aftur að setja sérstakan saksóknara í málið,” sagði Sigríður Á. Andersen í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.. Aðspurð um hvenær það verði sagði hún að það verði áður en málið fer áfram.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira