Innlent

Persónuvernd er sögð í fjársvelti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
ESA segir að árið 2013 hafi þáverandi innanríkisráðherra ýjað að því árið 2013 að vegna skertra fjárframlaga gæti stofnunin ekki hafið frumkvæðisrannsóknir á málum.
ESA segir að árið 2013 hafi þáverandi innanríkisráðherra ýjað að því árið 2013 að vegna skertra fjárframlaga gæti stofnunin ekki hafið frumkvæðisrannsóknir á málum. vísir/vilhelm
Íslensk stjórnvöld tryggja Persónuvernd ekki nægjanlegt fé til að rækja skyldur sínar. Þetta er mat ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem telur íslenska ríkið því brjóta gegn ákvæðum Evróputilskipunar um persónuvernd. ESA gefur íslenskum stjórnvöldum tvo mánuði til að bæta úr. Ellegar verði þeim sent rökstutt álit sem er undanfari dómsmáls  fyrir EFTA-dómstólnum.

Í bréfi ESA til innanríkisráðuneytisins segir að Persónuvernd hafi skort fé í áraraðir. Árið 2012 hafi forstjóri Persónuverndar viðurkennt að vegna fjárskorts hafi stofnunin ekki getað uppfyllt lagaskyldur. Þáverandi innanríkisráðherra hafi ýjað að þessu 2013 er hann sagði að vegna skertra fjárframlaga gæti stofnunin ekki hafið frumkvæðisrannsóknir.

Fréttablaðið leitaði viðbragða frá innanríkisráðuneytinu við bréfi ESA en fékk ekki svör.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×