Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2017 06:00 Við meðferð málsins fyrir Hæstarrétti árið 1980. Á myndinni er Sævar en við hlið hans er lögreglumaður. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins kemur fram að leit stóð til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri.Gögn lögreglunnar í Keflavík benda til þess að það hafi verið eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálfellefu þriðjudaginn 19. nóvember 1974, áður en hann fór að heiman. Talið er að tæpum tveimur sólarhringum síðar hafi vinnuveitandi hans tilkynnt hvarf hans til lögreglu. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni. Hvorki hafa jarðneskar leifar Guðmundar né Geirfinns fundist. Dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík sumarið 1975. Starfshópurinn segir að í gögnum lögreglunnar í Keflavík sé ekkert sem gefi beinlínis til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. Í desember 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík á ný rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Samkvæmt málsgögnum hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar. Þá voru Erla Bolladóttir og Sævar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að svokölluðu póstsvikamáli. Í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. Í lok árs 1977 var Albert sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á morðinu á Guðmundi Einarssyni, Erla var fundin sek um rangar sakargiftir sem leiddi til handtöku fjögurra saklausra einstaklinga og að tálma rannsókn lögreglu. Guðjón var fundinn sekur um að hafa orðið Geirfinni að bana ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari, Tryggvi Rúnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Guðmund Einarsson lífi ásamt þeim Kristjáni Viðari og Sævari. Þeir Kristján Viðar og Sævar voru sakfelldir fyrir að hafa banað bæði Guðmundi og Geirfinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli. 24. febrúar 2017 20:45
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48