Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2017 08:00 Eigið fé Kviku nam um 7,5 milljörðum í lok mars en bankinn hagnaðist um 400 milljónir á fyrsta ársfjórðungi. Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. Á hluthafafundi Kviku 14. júlí næstkomandi mun stjórn bankans leggja til að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins verði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta, samkvæmt heimildum Markaðarins. Að hve miklu leyti heimildin verður nýtt fer eftir afkomu Kviku á öðrum ársfjórðungi og eins endanlegu samþykki hluthafa bankans og Öldu sjóða en í byrjun júní var undirritaður samningur um kaup Virðingar á Öldu. Hluthafar Kviku hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum í bankanum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Ekki er búist við því að áskriftarloforð verði innheimt fyrr en í september eða október á þessu ári. Samkvæmt kauptilboði Kviku, sem stjórn félagsins lagði fram 20. júní, greiðir bankinn 2.560 milljónir fyrir allt hlutafé Virðingar og er greitt með reiðufé. Afar ósennilegt er talið að hluthafar Kviku muni að fullu nýta sér forgangsrétt sinn þegar hlutafé bankans verður aukið næstkomandi haust. Hluthöfum Virðingar mun þá gefast færi á því að taka þátt í hlutafjárhækkuninni og eignast þannig hlut í sameinuðu félagi. Þeir hluthafar sem eru meðal annars sagðir áhugasamir um að endurfjárfesta söluandvirði sitt til kaupa á hlut í Kviku banka eru meðal annarra Kristín Pétursdóttur, stjórnarformaður Virðingar, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, sem einnig situr í stjórn félagsins, en félög þeirra eru í hópi fimm stærstu hluthafa verðbréfafyrirtækisins.Ármann Þorvaldsson, nýr forstjóri Kviku, á 4,66 prósenta hlut í Virðingu ásamt meðfjárfestum.Vísir/GVAÁ meðal hluthafa Virðingar er Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar, en félagið MBA Capital, sem er í eigu hans og meðfjárfesta, á 4,66 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu. Ármann tók formlega til starfa hjá bankanum um miðjan síðasta mánuð og þá mun Marinó Örn Tryggvason, sem var áður aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar fagfjárfesta í Arion banka, hefja störf sem aðstoðarforstjóri Kviku 1. ágúst. Sigurður Hannesson, sem hafði gegnt starfi framkvæmdastjóra eignastýringar bankans frá 2013, sagði hins vegar starfi sínu lausu undir lok júní en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langsamlega stærsti hluthafi Kviku er tryggingafélagið VÍS með tæplega 25 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru meðal annars félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis og Gunnars Henriks B. Gunnarssonar, með 9,92 prósent og þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna ríflega 9,5 prósenta hlut. Greint var frá því í Markaðnum þann 28. júní síðastliðinn að RES II hefði aukið við hlut sinn um tæplega þrjú prósent með því að kaupa stærstan hluta bréfa TM í Kviku.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira