Innlent

Tæpur helmingur andvígur inngöngu í ESB

Kristín Ólafsdóttir skrifar
29 prósent svarenda sögðust hlynnt inngöngu.
29 prósent svarenda sögðust hlynnt inngöngu.
Stærstur hluti svarenda í nýrri könnun MMR á viðhorfi Íslendinga til Evrópusambandsins er andvígur inngöngu Íslands í sambandið. Heildarfjöldi svarenda var 2017 einstaklingar, 18 ára og eldri.

47,9 prósent svarenda var andvígur inngöngu í ESB en 29 prósent sögðust hlynnt inngöngu. Andstaða við inngöngu í ESB mældist minni en hún var árin 2012 og 2013.

Þá mældist andstaða við inngöngu hærri meðal þeirra sem styðja ríkisstjórnina heldur en meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina. 67,5 prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina sögðust andvíg inngöngu í ESB en aðeins 36,2 prósent þeirra sem styðja hana ekki reyndust andvíg inngöngu.

Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 21. júní 2017.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×