FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.
Þetta er fyrri leikur liðanna í baráttu um sæti í þriðju umferðinni en sá seinni fer fram út í Færeyjum í næstu viku. Víkingsliðið sló Trepca'89 frá Kósóvó út úr fyrstu umferðinni en FH sat þá hjá.
FH-ingar hafa verið í vandræðum með Víkingsliðin að undanförnu og þurfa nauðsynlega að breyta þeirri þróun ætli þeir sér lengra í keppninni í ár.
Leikurinn í kvöld verður nefnilega þriðji leikur FH á móti Víkingsliði á síðustu 23 dögum og FH-ingar hafa enn ekki náð að vinna Víkingslið í sumar.
Reykjavíkur-Víkingar náðu jafntefli í Kaplakrika 19. júní og Ólafsvíkingar unnu síðan 2-0 sigur á FH í Krikanum á föstudaginn var.
FH-liðið hefur ennfremur spilað fjóra heimaleiki á móti Víkingsliðum undanfarin tvö tímabil og ekki náð að vinna neinn þeirra.
FH á móti Víkingsliðum í Kaplakrika síðustu sumur:
2017
FH-Víkingur Ó. 0-2
FH - Víkingur R. 2-2
2016
FH - Víkingur R. 2-2
FH - Víkingur Ó. 1-1
Stig FH: 3
Stig Víkingsliðanna: 6
Mörk FH: 5
Mörk Víkingsliðanna: 7
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn


