Innlent

Á gjörgæslu eftir slysið á gámasvæðinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. vísir/magnús hlynur
Maðurinn sem klemmdist undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi í gærkvöld liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann hafði verið að sækja varahluti undan bíl þegar tjakkurinn, sem hélt bílnum uppi, gaf sig.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 21. Endurlífgunartilraunir sem hófust á vettvangi báru árangur og í framhaldinu var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti manninn á slysadeild.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum gámasvæðisins er svæðið lokað á kvöldin og að þá eigi enginn að vera þar á ferli. Þá sé það girt af þannig að erfitt sé að komast inn fyrir girðingarnar.

Lögregla, sjúkraflutningalið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út í gær.vísir/mhh

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×