Erlent

Tchenguiz selur Hilton-hótel

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz.
Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz. Vísir/Daníel
Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst selja tíu Hilton-hótel í Bretlandi fyrir allt að 600 milljónir punda eða um 81 milljarð íslenskra króna. „Við höfum átt þessi hótel í næstum fimmtán ár og tel ég að nú sé gott tækifæri til þess að selja þau,“ sagði hann í samtali við City A.M.

Hann staðfesti jafnframt að hann hefði í hyggju að selja Kensington Hilton-hótelið í Lundúnum í einu lagi fyrir allt að 300 milljónir punda. Hótelið, sem er 603 herbergja, er stærsta eignin í eignasafni hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×