Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:15 Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira