Harðákveðinn Trump hlustar ekki á þjóðina Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 18:24 Bandaríkjaforseti getur neitað að staðfesta fjárlagafrumvörp. Nordicphotos/AFP Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52