Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2017 23:04 Úr leik liðanna í gær. vísir/ernir Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47
Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00