Lífið

Di Caprio leggur yfir 100 samtökum lið með myndarlegum fjárstyrk

Anton Egilsson skrifar
DiCaprio er annálaður umhverfsiverndarsinni.
DiCaprio er annálaður umhverfsiverndarsinni. Vísir/Getty
Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur tilkynnt að góðgerðarsamtök hans ætli að rétta yfir hundrað samtökum hjálparhönd til þess að takast á við afleiðingar loftlagsbreytinga.Styrkurinn sem góðgerðarsamtök hans ætla að láta af hendi nema 20 milljónum dollara eða rúmlega 2 milljörðum króna. Sky greinir frá þessu.

Upphæðinni verður dreift á milli hinna ýmsu samtaka, bæði innan og utan Bandaríkjanna, sem standa fyrir mismunandi málefni. Þar á meðal eru samtök sem berjast fyrir verndun dýralífs, verndun hafsins og náttúruvernd.  Er þetta stærsta einstaka fjárframlag sem góðgerðarsamtök DiCaprio hefur látið af hendi en samtökin hafa frá stofnun árið 1998 gefið yfir 60 milljónir dollara til ýmissa málefna.

Við tilkynninguna sagði DiCaprio að stjórnmálamenn verði að viðurkenna þann vanda sem loftlagsbreytingar hafa í för með sér og grípa til aðgerða.  

„Við verðum að krefjast þess af stjórnmálamönnum að þeir viðurkenni loftlagsvísindin og ráðist til róttækra aðgerða áður en það verður um seinan.“

DiCaprio er annálaður umhverfsiverndarsinni en í viðleitni sinni til þess að fræða heiminn um áhrif hlýnun jarðar á samfélag manna og dýra gerði hann heimildarmynd um málið sem nefnist Before the Flood og kom út í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.