Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 20:00 Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira