Goran Dragic um Luka Doncic: Hann verður einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 16:45 Luka Doncic og Goran Dragic voru í úrvalsliðinu með þeim Pau Gasol, Aleksei Shved og Bogdan Bogdanovic. Vísir/Getty Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira