Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Hörður Ægisson skrifar 20. september 2017 06:30 Kaupþing hafði stefnt að því að selja tugprósenta hlut í Arion banka síðar á árinu og skrá bankann í kjölfarið á markað. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhugaðu útboði og skráningu Arion banka síðar á þessu ári. Slík áform hafa verið sett til hliðar vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. Á meðal þess sem hefur staðið í vegi fyrir því að hægt yrði að ráðast í skráningu Arion banka er sá möguleiki að stjórnvöld muni mögulega nýta sér forkaupsrétt sinn að hlut í bankanum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Fulltrúar Kaupþings hafa í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu í því skyni að ná samkomulagi um endurskoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Sú vinna var hins vegar ekki langt á veg komin. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Að öðrum kosti er enda talið að forkaupsrétturinn sem slíkur myndi valda óvissu og aftra fjárfestum frá þátttöku í útboðinu og þar með koma í veg fyrir að raunverulegt markaðsverð á bankanum yrði leitt fram. Kaupþing hyggst að óbreyttu ekki leita eftir því að ná samkomulagi við stjórnvöld um forkaupsréttinn í ljósi þess að ríkisstjórnin er fallin og starfsstjórn hefur tekið við.„Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Markaðinn að hún hafi farið þess á leit við Óla Björn Kárason, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að sú starfsstjórn sem mun sitja fram að komandi kosningum taki ekki neina ákvörðun um endurskoðun á ákvæðinu um forkaupsrétt ríkisins að Arion banka. „Það er útilokað að stjórnvöld geti fallið frá forkaupsrétti sínum að Arion banka við þá pólitísku óvissu sem nú er uppi,“ útskýrir Lilja, en hún á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd.Vogunarsjóðir verða virkir eigendur Auk þess að ná samkomulagi við stjórnvöld um endurskoðun forkaupsréttarins hefur Kaupþing einnig beðið eftir því að Fjármálaeftirlitið (FME) myndi ljúka mati sínu á hæfi vogunarsjóðanna Attestor Capital og Taconic Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, um að mega fara með virkan eignarhlut í bankanum. FME komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn föstudag að Attestor væri heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í bankanum, líkt og Markaðurinn hafði upplýst um tveimur dögum áður að yrði niðurstaða eftirlitsins. Gert er ráð fyrir að FME tilkynni um slíkt hið sama í tilfelli Taconic í þessari viku. Samhliða því að vogunarsjóðirnir eru metnir hæfir eigendur að bankanum fá þeir í kjölfarið atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign sína. Þegar sjóðirnir þrír – Taconic, Attestor og Och-Ziff – og Goldman Sachs keyptu 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðisréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélagið Kaupskil. Það fyrirkomulag verður brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka í fyrirhuguðu útboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í fyrsta kasti.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira