Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 08:45 Hlutafjáreign erlendra fjárfesta í Kauphöllinni fer hlutfallslega hækkandi. Vísir/Daníel Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. Hækkaði hlutfallið um þrjú prósentustig í sumar og fór úr 18 prósentum í 21 prósent, að því er fram kemur í gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Fréttablaðið. Á sama tíma fór hlutafjáreign verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hlutfallslega lækkandi. Slíkir sjóðir áttu um 7,8 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í september, samanlagt um 80,3 milljarða króna, borið saman við 9,8 prósent í maí síðastliðnum. Dróst hlutdeild sjóðanna þannig saman um rúmlega fimmtung á þremur mánuðum. Hefur hún ekki verið lægri í fimm ár, en mest nam hún 12 prósentum árið 2015. Bein hlutabréfaeign íslenskra heimila í skráðum félögum breyttist lítið í sumar og nemur enn um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna eða sem nemur 41 milljarði króna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júní hefur hlutfallið ekki verið lægra í að minnsta kosti fimmtán ár, en á árunum fyrir fall fjármálakerfisins átti almenningur að jafnaði á bilinu samanlagt um 12 til 17 prósent af markaðsvirði skráðra hlutabréfa. Eins og áður sagði hefur hlutafjáreign erlendra fjárfesta farið hlutfallslega hækkandi undanfarna mánuði og eiga þeir orðið meira en fimmtung af skráðum bréfum. Hlutfallið var hvað hæst árið 2007 eða tæplega 39 prósent, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar. Íslenskir lífeyrissjóðir áttu í september 39 prósent allra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni og hefur hlutfallið staðið nokkuð í stað undanfarin tvö ár. Sem kunnugt er jókst hlutdeild lífeyrissjóðanna verulega á árunum eftir bankaáfallið haustið 2008 en sem dæmi var hlutabréfaeign sjóðanna um 8,5 prósent af öllum skráðum bréfum árið 2009. Hlutabréfaeign einkafjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög nemur rúmlega 19 prósentum af markaðsvirði skráðra fyrirtækja og hefur lítillega dregist saman undanfarna mánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira