Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 10:18 Hjónin Ivanka Trump og Jared Kushner með Gary Cohn, ráðgjafa forsetans. Öll hafa þau notað eigin tölvupóst í opinberum samskiptum. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum. Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum.
Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04