Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 21:31 Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20