Innlent

Ástandið lagist um helgina

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skólphreinsistöðin við Faxaskjól.
Skólphreinsistöðin við Faxaskjól. Reykjavik.is
Stefnt er að því að gera við skólpdælustöðina við Faxaskjól fyrir helgi. Vonast til þess að allt verði komið í eðlilegt horf um helgina. „Við gerum ráð fyrir að klárist fyrir helgi en þurfum að taka neyðarlúguna upp og opna og loka aftur,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna.

Óhreinsað skólp flæddi út í hafið úr skólpdælustöðinni vegna bilunar í neyðarlúgu, sem var opin í sautján daga. „Það er ekki mikið sjáanlegt á ströndinni. Við byrjuðum í gær að þrífa ströndina og munum halda áfram,“ segir Inga, en getur ekki fullyrt hvenær hreinsun lýkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×