Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. júlí 2017 18:45 Konan hefur búið í fellihýsinu í þrjár vikur, eða síðan húsið sem hún leigði í níu ár var selt. MYND/VÍSIR Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“ Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldstæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.Stöð 2 hefur undanfarið fjallað um húsnæðisskort á Suðurnesjum en íbúum þar hefur fjölgað um sex komma fjögur prósent á einu ári. Þessari fólksfjölgun fylgir húsnæðisskortur og þó að mikilar byggingaframkvæmdir séu fyrirhugaðar eru leigjendur á almennum markaði margir hverjir í miklum vandræðum með að finna sér þak yfir höfuðið. Fjölmörg dæmi eru um fólk í mikilli neyð. Nýlega missti sextíu og tveggja ára gömul móðir Brynjars Jónssonar húsnæði sitt til níu ára. Brynjar segir móður sína alla tíð hafa staðið í skilum á húsaleigu en húsið var selt og ekkert hefur gengið að finna annað. Síðustu vikur hefur hún því búið í fellihýsi á tjaldstæðinu í bænum. „Mér finnst þetta bara ekkert vera bjóðandi fólki á þessum aldri. Sextíu og tveggja ára manneskja og búa á tjaldstæði, í fellihýsi. Og engin önnur úrræði sem standa til boða eins og er allavega,“ segir Brynjar. Hann segir móður sína hafa komið að lokuðum dyrum hjá bæjaryfirvöldum. Ekkert félagslegt húsnæði sé laust og ekkert framboð sé af leiguíbúðum á almennum markaði. Fátt sé um svör hjá Sandgerðisbæ. „Svörin voru þau að það væri bara ekkert sem hægt væri að finna. Það væri bara setið um allt saman. Það væru bara nánast engar íbúðir sem þeir ættu því það væri bara búið að selja þær. Ég setti auglýsingar í allar búðir hér í grendinni og það var ekki neitt sem var svarað,“segir Brynjar. Brynjar hefur sjálfur búið hjá móður sinni undanfarna mánuði og missti hann því einnig heimili sitt þegar húsið var selt. Hann býr hjá vinafólki eins og er en þannig vill til að þau standa líka frammi fyrir því að missa leiguíbúð sína í Njarðvík síðar í mánuðinum. „Mér finnst þetta bara hræðileg staða sem er hérna á þessu svæði. það er bara setið um allt og þegar maður setur auglýsingar á Facebook og svona þá er það bara farið um leið.“
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira