Hann og Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona hans eru með nokkra hesta í Syðra Langholti.
Sigurður Ingi geldir sína fola og einn og einn frá vinum sínum. Í þættinum Feðgar á ferð á Stöð 2 í gærkvöldi mátti sjá Sigurð Inga gelda folann Ferli, sem er í eigu Sigurðar Ágústssonar í Birtingarholti.
Sigurður Ingi fer í dýralæknissloppinn og græjar lyfin áður en hann fer inn í stígu hjá folanum og gefur honum svæfingasprautu.
Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu.