Innlent

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut og Sæbraut vegna malbikunarframkvæmda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sumarið er tími malbikunar og biður lögreglan ökumenn um að sýna þolinmæði vegna framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Sumarið er tími malbikunar og biður lögreglan ökumenn um að sýna þolinmæði vegna framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. vísir/pjetur
Búast má við umferðartöfum á Kringlumýrarbraut og Sæbraut í dag vegna malbikunarframkvæmda. Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að annars vegar verði Kringlumýrarbrautin malbikuð til norðurs og Sæbraut til vesturs frá Katrínartúni að Faxagötu, báðar akreinar og unnið á einni akrein í einu.

Þá á að byrja malbikun á Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar til suðurs ef tími gefst til.

Lögreglan biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir, sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng enda menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Þá hvetur lögreglan ökumenn, nú sem fyrr, til að sýna þolinmæði í umferðinni og gefa sér tíma til að komast á milli staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×