Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2017 15:45 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mats Wibe Lund Einn skipuleggjenda málþings um Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum og fulltrúi Landverndar draga verulega í efa lýsingu orkufyrirtækisins Vesturverks á niðurstöðum þess um virkjunaráformin. Stjórnarformaður fyrirtækisins fullyrðir að mikill meirihluta íbúa hreppsins styðji þau og mótbárur komi helst frá fólki utan hreppsins.Málþingið fór fram í Trékyllisvík um helgina en það var haldið í tilefni af áformum Vesturverks um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði. Í tilkynningu sem Vesturverk sendi á fjölmiðla í gær var fullyrt að ánægja sé á meðal „mikils meirihluta“ íbúa Árneshrepps með fyrirhugaða 55 MW vatnsaflsvirkjun fyrirtækisins í Hvalá. Þetta hafi komið fram á málþinginu. Elín Agla Briem, íbúi í Norðurfirði í Árneshreppi og einn skipuleggjenda málþingsins, segir að sér hafi brugðið þegar hún las fréttir um málþingið sem byggðust á lýsingu Vesturverks af því. Það gefi gríðarlega skakka mynd af afstöðu íbúa hreppsins. „Að þeir skuli koma og ætla að draga saman niðurstöðuna og stýra þannig opinberri umræðu um þetta mál og fullyrða að það sé mikill meirihluti fyrir þessari virkjun er algerlega rangt. Mér finnst það vera óvirðing við okkur sem höfum staðið í að skipuleggja þetta og þá sem komu að draga saman okkar skoðanir í þessa setningu. Þetta gefur gríðarlega skakka mynd. Það er ófyrirleitið að tala svona um skoðanir mínar og annarra íbúa sem sátu hérna mjög langt og strangt málþing,“ segir hún.Elín Agla Briem var ein nokkurra einstaklinga í Árneshreppi sem stóðu fyrir málþingi til að ræða um Hvalárvirkjun.Jón G. GuðjónssonMargir á annarri skoðun en sveitarstjórnin og Vesturverk Til málþingsins var boðað vegna þess að aðrar skoðanir hafa hvorki fengið pláss í meðferð sveitarfélagsins á málinu né í upplýsingagjöf frá framkvæmdaaðilum, að sögn Elínar Öglu. Sjálf segist hún myndu fara varlega í að tala um mikinn meirihluta íbúa. Hún hafi engar rannsóknir í höndunum um skoðanir íbúa. „En ég veit að það eru mjög margir á annarri skoðun en sveitarstjórn og virkjunaraðilar,“ segir Elín Agla. Í sama streng tekur Snorri Baldursson, stjórnarmaður Landverndar og fyrrverandi formaður samtakanna, sem sat fyrri dag málþingsins. Hann segir algerlega klárt að enginn einhugur sé í sveitinni um virkjunaráformin. Hann segir lýsingu Vesturverks af málþinginu „einhliða áróðursmynd“. „Ég þori ekki að fullyrða að það sé meirihluti ánægður með þetta. Það eru allavegana tvær fylkingar með og á móti. Það er ákaflega skekkt mynd að setja þetta svona fram. Þeir vita ekkert hvort að það sé meirihluti íbúa ánægður með þetta,“ segir Snorri.Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, er einnig forstjóri HS Orku.Mótbárur helst frá fóki sem býr ekki í hreppnumÁsgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, var sjálfur ekki viðstaddur málþingið en hann segir að fullyrðingin í fréttatilkynningunni um ánægju mikils meirihluta íbúa í Árneshreppi hafi byggst á samtölum hans manna við íbúa á þinginu. Hann vísar einnig til íbúaþings sem fór fram í hreppnum 13. júní. Þar hafi meirihluti íbúa lýst yfir stuðningi við virkjunaráformin í atkvæðagreiðslu. Þeir hafi talið virkjunarmálin næst mikilvægasta málið á eftir samgöngubótum.Sjá einnig:Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn „Við finnum alveg skýran vilja mikils meirihluta íbúanna fyrir þessu verkefni, það er alveg skýrt, bæði af íbúaþinginu og því sem okkar menn upplifðu um helgina. Mótbárurnar virðast vera mest frá fólki sem er ekki íbúar í hreppnum,“ segir Ásgeir. Vitnað var beint í Pétur Guðmundson í Ófeigsfirði sem lofar jákvæð áhrif virkjunarinnar í tilkynningu Vesturverks. Ásgeir staðfestir að Pétur sé einn þeirra landeigenda sem eigi vatnsréttindi og Vesturverk hefur samið við vegna virkjunarinnar.Snorri Baldursson segir Hvalárvirkjun munu kljúfa stór óbyggð víðerni og hafa margvísleg umhverfisleg áhrif.Segja upprunalegar fosendur brostnar Elín Agla segir að íbúar Árneshrepps fái afskaplega lítið fyrir að leggja ósnortin víðerni undir Hvalárvirkjun. Þær forsendur sem lagt var upp með þegar áformin voru fyrst kynnt séu brostnar. Íbúar hafi talið að virkjuninni fylgdu heilsársstörf, vegabætur og þriggja fasa rafmagn í sveitina. Það hafi alltaf verið þrjár meginforsendur fyrir samþykki íbúa. Í vor hafi hins vegar annað komið í ljós. „Einhverra hluta vegna hefur oddvitinn ákveðið að þetta sé eitthvað bjargræði fyrir sveitina sem á undir högg að sækja. Við höldum því hins vegar fram að þetta sé alls ekkert bjargræði. Miklu fremur ætti að stofna þarna glæsilegan þjóðgarð sem skapar störf til langrar framtíðar,“ segir hann. Því til stuðnings nefnir hann að virkjunin verði mannlaus og engin heilsársstörf muni skapast í sveitinni vegna hennar. Þá séu fyrirhugaðar vegabætur fyrst og fremst nyrst í sveitinni. Þær muni ekki bæta samgöngur til Hólmavíkur. Vegur yfir Ófeigsfjarðarheiði verði línuvegur og ólíklegt sé að Vesturverk muni halda þeim vegi fyrir fyrir íbúa. Þá verði rafmagnið sem virkjunin mun framleiða verða flutt úr landsfjórðungnum. „Þetta er náttúrulega gríðarlegur þrýstingur á lítið samfélag sem hefur átt erfitt með að fá ýmsan stuðning í gegnum tíðina og samfélag sem horfist í augu við að byggð leggist af innan fárra ára þegar ríkir menn koma hérna og veifa svona gylliboðum þá er fólk í mjög erfiðri stöðu. Ég skil það ósköp vel,“ segir Elín Agla. Tengdar fréttir Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Stjórnarandstaðan mjög ósátt við að þingsályktun umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu væri send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfisnefndar. 14. september 2016 19:51 Íbúar ánægðir með fyrirhugaða virkjun í Hvalá Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. 25. júní 2017 17:27 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einn skipuleggjenda málþings um Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum og fulltrúi Landverndar draga verulega í efa lýsingu orkufyrirtækisins Vesturverks á niðurstöðum þess um virkjunaráformin. Stjórnarformaður fyrirtækisins fullyrðir að mikill meirihluta íbúa hreppsins styðji þau og mótbárur komi helst frá fólki utan hreppsins.Málþingið fór fram í Trékyllisvík um helgina en það var haldið í tilefni af áformum Vesturverks um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði. Í tilkynningu sem Vesturverk sendi á fjölmiðla í gær var fullyrt að ánægja sé á meðal „mikils meirihluta“ íbúa Árneshrepps með fyrirhugaða 55 MW vatnsaflsvirkjun fyrirtækisins í Hvalá. Þetta hafi komið fram á málþinginu. Elín Agla Briem, íbúi í Norðurfirði í Árneshreppi og einn skipuleggjenda málþingsins, segir að sér hafi brugðið þegar hún las fréttir um málþingið sem byggðust á lýsingu Vesturverks af því. Það gefi gríðarlega skakka mynd af afstöðu íbúa hreppsins. „Að þeir skuli koma og ætla að draga saman niðurstöðuna og stýra þannig opinberri umræðu um þetta mál og fullyrða að það sé mikill meirihluti fyrir þessari virkjun er algerlega rangt. Mér finnst það vera óvirðing við okkur sem höfum staðið í að skipuleggja þetta og þá sem komu að draga saman okkar skoðanir í þessa setningu. Þetta gefur gríðarlega skakka mynd. Það er ófyrirleitið að tala svona um skoðanir mínar og annarra íbúa sem sátu hérna mjög langt og strangt málþing,“ segir hún.Elín Agla Briem var ein nokkurra einstaklinga í Árneshreppi sem stóðu fyrir málþingi til að ræða um Hvalárvirkjun.Jón G. GuðjónssonMargir á annarri skoðun en sveitarstjórnin og Vesturverk Til málþingsins var boðað vegna þess að aðrar skoðanir hafa hvorki fengið pláss í meðferð sveitarfélagsins á málinu né í upplýsingagjöf frá framkvæmdaaðilum, að sögn Elínar Öglu. Sjálf segist hún myndu fara varlega í að tala um mikinn meirihluta íbúa. Hún hafi engar rannsóknir í höndunum um skoðanir íbúa. „En ég veit að það eru mjög margir á annarri skoðun en sveitarstjórn og virkjunaraðilar,“ segir Elín Agla. Í sama streng tekur Snorri Baldursson, stjórnarmaður Landverndar og fyrrverandi formaður samtakanna, sem sat fyrri dag málþingsins. Hann segir algerlega klárt að enginn einhugur sé í sveitinni um virkjunaráformin. Hann segir lýsingu Vesturverks af málþinginu „einhliða áróðursmynd“. „Ég þori ekki að fullyrða að það sé meirihluti ánægður með þetta. Það eru allavegana tvær fylkingar með og á móti. Það er ákaflega skekkt mynd að setja þetta svona fram. Þeir vita ekkert hvort að það sé meirihluti íbúa ánægður með þetta,“ segir Snorri.Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, er einnig forstjóri HS Orku.Mótbárur helst frá fóki sem býr ekki í hreppnumÁsgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, var sjálfur ekki viðstaddur málþingið en hann segir að fullyrðingin í fréttatilkynningunni um ánægju mikils meirihluta íbúa í Árneshreppi hafi byggst á samtölum hans manna við íbúa á þinginu. Hann vísar einnig til íbúaþings sem fór fram í hreppnum 13. júní. Þar hafi meirihluti íbúa lýst yfir stuðningi við virkjunaráformin í atkvæðagreiðslu. Þeir hafi talið virkjunarmálin næst mikilvægasta málið á eftir samgöngubótum.Sjá einnig:Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn „Við finnum alveg skýran vilja mikils meirihluta íbúanna fyrir þessu verkefni, það er alveg skýrt, bæði af íbúaþinginu og því sem okkar menn upplifðu um helgina. Mótbárurnar virðast vera mest frá fólki sem er ekki íbúar í hreppnum,“ segir Ásgeir. Vitnað var beint í Pétur Guðmundson í Ófeigsfirði sem lofar jákvæð áhrif virkjunarinnar í tilkynningu Vesturverks. Ásgeir staðfestir að Pétur sé einn þeirra landeigenda sem eigi vatnsréttindi og Vesturverk hefur samið við vegna virkjunarinnar.Snorri Baldursson segir Hvalárvirkjun munu kljúfa stór óbyggð víðerni og hafa margvísleg umhverfisleg áhrif.Segja upprunalegar fosendur brostnar Elín Agla segir að íbúar Árneshrepps fái afskaplega lítið fyrir að leggja ósnortin víðerni undir Hvalárvirkjun. Þær forsendur sem lagt var upp með þegar áformin voru fyrst kynnt séu brostnar. Íbúar hafi talið að virkjuninni fylgdu heilsársstörf, vegabætur og þriggja fasa rafmagn í sveitina. Það hafi alltaf verið þrjár meginforsendur fyrir samþykki íbúa. Í vor hafi hins vegar annað komið í ljós. „Einhverra hluta vegna hefur oddvitinn ákveðið að þetta sé eitthvað bjargræði fyrir sveitina sem á undir högg að sækja. Við höldum því hins vegar fram að þetta sé alls ekkert bjargræði. Miklu fremur ætti að stofna þarna glæsilegan þjóðgarð sem skapar störf til langrar framtíðar,“ segir hann. Því til stuðnings nefnir hann að virkjunin verði mannlaus og engin heilsársstörf muni skapast í sveitinni vegna hennar. Þá séu fyrirhugaðar vegabætur fyrst og fremst nyrst í sveitinni. Þær muni ekki bæta samgöngur til Hólmavíkur. Vegur yfir Ófeigsfjarðarheiði verði línuvegur og ólíklegt sé að Vesturverk muni halda þeim vegi fyrir fyrir íbúa. Þá verði rafmagnið sem virkjunin mun framleiða verða flutt úr landsfjórðungnum. „Þetta er náttúrulega gríðarlegur þrýstingur á lítið samfélag sem hefur átt erfitt með að fá ýmsan stuðning í gegnum tíðina og samfélag sem horfist í augu við að byggð leggist af innan fárra ára þegar ríkir menn koma hérna og veifa svona gylliboðum þá er fólk í mjög erfiðri stöðu. Ég skil það ósköp vel,“ segir Elín Agla.
Tengdar fréttir Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Stjórnarandstaðan mjög ósátt við að þingsályktun umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu væri send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfisnefndar. 14. september 2016 19:51 Íbúar ánægðir með fyrirhugaða virkjun í Hvalá Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. 25. júní 2017 17:27 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Stjórnarandstaðan mjög ósátt við að þingsályktun umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu væri send til atvinnuveganefndar en ekki umhverfisnefndar. 14. september 2016 19:51
Íbúar ánægðir með fyrirhugaða virkjun í Hvalá Ánægja er meðal meirihluta íbúa Árneshrepps á Ströndum með fyrirhugaða 55 MW vatnaflsvirkjunar sem VesturVerk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigsfirði á næstu árum. 25. júní 2017 17:27