Óli Stefán: Þakka Hjörvari fyrir þessi ummæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:00 Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45
Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00