Innlent

Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jökulsárlón
Jökulsárlón Vísir/Vilhelm
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón árið 2015 með þeim afleiðngum að kona lést, neitaði sök í málinu þegar ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Austurlands nú klukkan 11 í morgun.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að verjandi hans hafi fengið frest til að leggja fram greinargerð í málinu og að þinghald fari fram í haust.

Skipstjórinn, sem fæddur er árið 1993, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og í ákærunni er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum og greiði allan sakrakostnað.

Honum er gefið að sök að hafa bakkað hjólabát án nægjanlegrar aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjölávreka og lést nær samstundis. 

Fjölskylda konunnar féll frá einkaréttarkröfu í málinu, en hún hafði krafist tæpra 44 milljóna íslenskra króna í skaðabætur. 

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið kemur fram að skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og að bakkmyndavél bátsins var einnig óvirk. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind.


Tengdar fréttir

Siglir á Jökulsárlóni með sömu réttindi

Réttindalaus skipstjóri hjólabáts sem varð ferðamanni að bana árið 2015 siglir áfram með ferðamenn um Jökulsárlón. Hann hefur ekki sótt sér önnur réttindi en þau sem hann hafði á slysdegi.

Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu

Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×