Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:03 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira