Kjartan Henry: Afskrifaði aldrei landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 23:00 Kjartan Henry Finnbogason nýtur þess að vera kominn í íslenska landsliðið en hann fékk tækifærið í fjarveru lykilmanna sem eru meiddir eftir góða frammistöðu á æfingamótinu í Kína fyrr í vetur. „Það er svakalega gaman að vera í þessum hópi og ég er einbeittur á verkefnið sem er fram undan,“ sagði Kjartan Henry fyrir æfingu landsliðsins í Parma í dag en síðdegis flaug hópurinn yfir til Albaníu, þar sem leikurinn gegn Kósóvó fer fram á föstudag. Kjartan Henry var fyrir fáeinum árum lykilmaður í KR en nokkuð frá því að komast í íslenska landsliðið, að því er virtist. Alvarleg meiðsli settu einnig strik í reikninginn en eftir að hann hélt til Danmerkur hefur leiðin inn í landsliðið verið styttri. „Þegar ég var meiddur frá 2012 til 2014 fór ýmsilegt í gegnum hugann en ég afskrifaði aldrei möguleika mína að komast aftur í landsliðið. Það var alltaf markmiðið að komast aftur í þennan hóp.“ „Liðið hefur auðvitað ná frábærum árangri og uppgangur liðsins ótrúlegur. Það er mjög gaman að vera kominn í hópinn aftur.“ Kjartan Henry spilar með Horsens sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í tíunda sætinu af fjórtán liðum í hefðbundinni deildarkeppni en deildinni verður nú skipt í tvo hluta - sjö efstu liðin berjast um titilinn en hin sjö um að halda sæti sínu í deidinni. Randers, lið Ólafs Helga Kristjánssonar og Hannesar Þórs Halldórssonar, hafnaði einmitt í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa tapað átta af síðustu leikjum sínum.Sjá einnig: Hannes: Langt síðan mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik „Það er mikil áskorun að spila í efstu deild fyrir okkur. Við erum nýkomnir upp og þetta er sterk deild. En við spilum úr því sem við höfum. Við gerðum vel í vetur og náðum tíunda sætinu en þetta er bara harka. Ég hef lært mikið og bætt mig líka sem leikmaður. Það var gott skref fyrir mig að fara út.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Viðar Örn: Auðvitað kitlar að spila í Meistaradeildinni Viðari Erni Kjartanssyni líður mjög vel í Ísrael þar sem hann hefur raðað inn mörkunum. 21. mars 2017 22:15 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason nýtur þess að vera kominn í íslenska landsliðið en hann fékk tækifærið í fjarveru lykilmanna sem eru meiddir eftir góða frammistöðu á æfingamótinu í Kína fyrr í vetur. „Það er svakalega gaman að vera í þessum hópi og ég er einbeittur á verkefnið sem er fram undan,“ sagði Kjartan Henry fyrir æfingu landsliðsins í Parma í dag en síðdegis flaug hópurinn yfir til Albaníu, þar sem leikurinn gegn Kósóvó fer fram á föstudag. Kjartan Henry var fyrir fáeinum árum lykilmaður í KR en nokkuð frá því að komast í íslenska landsliðið, að því er virtist. Alvarleg meiðsli settu einnig strik í reikninginn en eftir að hann hélt til Danmerkur hefur leiðin inn í landsliðið verið styttri. „Þegar ég var meiddur frá 2012 til 2014 fór ýmsilegt í gegnum hugann en ég afskrifaði aldrei möguleika mína að komast aftur í landsliðið. Það var alltaf markmiðið að komast aftur í þennan hóp.“ „Liðið hefur auðvitað ná frábærum árangri og uppgangur liðsins ótrúlegur. Það er mjög gaman að vera kominn í hópinn aftur.“ Kjartan Henry spilar með Horsens sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í tíunda sætinu af fjórtán liðum í hefðbundinni deildarkeppni en deildinni verður nú skipt í tvo hluta - sjö efstu liðin berjast um titilinn en hin sjö um að halda sæti sínu í deidinni. Randers, lið Ólafs Helga Kristjánssonar og Hannesar Þórs Halldórssonar, hafnaði einmitt í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa tapað átta af síðustu leikjum sínum.Sjá einnig: Hannes: Langt síðan mig hefur langað jafn mikið að vinna fótboltaleik „Það er mikil áskorun að spila í efstu deild fyrir okkur. Við erum nýkomnir upp og þetta er sterk deild. En við spilum úr því sem við höfum. Við gerðum vel í vetur og náðum tíunda sætinu en þetta er bara harka. Ég hef lært mikið og bætt mig líka sem leikmaður. Það var gott skref fyrir mig að fara út.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 Viðar Örn: Auðvitað kitlar að spila í Meistaradeildinni Viðari Erni Kjartanssyni líður mjög vel í Ísrael þar sem hann hefur raðað inn mörkunum. 21. mars 2017 22:15 Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
Viðar Örn: Auðvitað kitlar að spila í Meistaradeildinni Viðari Erni Kjartanssyni líður mjög vel í Ísrael þar sem hann hefur raðað inn mörkunum. 21. mars 2017 22:15
Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Kári Árnason vildi ekki taka neinar áhættur í aðdraganda leiksins gegn Kósóvó á föstudag. 22. mars 2017 13:30
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30
Gylfi: Ætli ég gefi ekki frekar stoðsendingu en að skora Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið þrálátlega orðaður við ensk lið, allra helst Everton, síðustu daga og vikur. Hann segist lítið velta slíkum fréttum fyrir sér. 22. mars 2017 19:00
Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00