Skyrið hans Sigga í 25.000 verslunun Haraldur Guðmundsson skrifar 22. mars 2017 07:30 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækið sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði í New York árið 2006, er með tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Nielsen í síðasta mánuði en vörurnar, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s, eru nú fáanlegar í 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. „Við vorum að fagna þessu í síðustu viku, eða því að við erum komin með þessa tveggja prósenta markaðshlutdeild. Við erum ennþá einn af minni aðilunum á markaðnum en erum allavega komin á blað,“ segir Sigurður Kjartan í samtali við Markaðinn.Tvær verksmiðjur Sigurður, eða Siggi, hefur búið á Manhattan frá árinu 2002 en skyrframleiðslan byrjaði sem áhugamál tveimur árum síðar. Í forsíðuviðtali í Markaðnum í janúar 2014 lýsti frumkvöðullinn því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði Sigurður við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte Consulting á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. Í kjölfarið kom hann framleiðslunni af stað á mjólkurbúi í uppsveitum New York og vörurnar enduðu í hillum verslana á borð við Whole Foods og Target. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. „Við erum núna með tvær verksmiðjur. Sú stærri er í New York-ríki en svo erum við einnig með mikla framleiðslu í Wisconsin þar sem við byrjuðum fyrir um tveimur til þremur árum. Svo erum við með vöruhús í Illinois þaðan sem við dreifum vörunum og tvær minni verksmiðjur sem við notum minna. Ég er með starfsfólk þar í gæðamálum sem er hluti af þessum 40 en þeir sem vinna á framleiðslulínunum vinna ekki fyrir okkur. Verksmiðjan í New York framleiðir nánast eingöngu fyrir okkur og þar eru um 200 manns í dag.“Skyrið frá Sigga er nú framleitt í þrettán bragðtegundum.Stórt stökk í fyrra Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum. Á einu ári, eða frá 2015 til ársloka 2016, fjölgaði verslununum sem selja skyrið og aðrar mjólkurvörur fyrirtækisins úr 15 þúsund í 25 þúsund. Fjölgunina má því einnig rekja til annarra sölusamninga eins og þess við stórmarkaðinn Publix í Flórída sem rekur yfir eitt þúsund verslanir. „Það var mikill áfangi að fara inn í sjö þúsund Starbucks og var stór biti af söluaukningu okkar í fyrra. Við byrjuðum að senda til þeirra í október og nóvember en við höfðum átt í óformlegum viðræðum við þá lengi. Við höfum aukið úrvalið og erum komin með vel yfir 30 vörutegundir núna. Sumt af því er sama varan en í öðrum pakkningum og svo höfum við aukið úrval af skyri með hærra fituhlutfall, eða rjómaskyr,“ segir Sigurður. „Whole Foods er ennþá mjög stór viðskiptavinur og var fyrsti stóri kúnninn minn. Þetta er svo gríðarlega stór markaður og þó ég sé að verða búinn að vera í þessu í um ellefu ár þá er ég einungis kominn með tvö prósent af markaðnum. Það væri því gaman að halda áfram og ná inn í fleiri verslanir og auka vöruúrvalið í hverri verslun.“Ætla ekki í útflutning Tölur Nielsen yfir markaðshlutdeild eru gefnar út mánaðarlega. Þær byggjast á sölutölum úr mörgum af stærstu matvörukeðjum Bandaríkjanna og eru að sögn Sigurðar sá mælikvarði sem hann og stjórnendur fyrirtækja í samkeppni við framleiðsluvörur hans horfa hvað mest til. Að sögn Sigga byggja markaðsrannsóknir Nielsen á sölutölum sem nema samtals rúmum fjórum milljörðum dollara eða um 439 milljörðum króna. Aðspurður hvort áform séu um útflutning á vörunum til annarra landa segir Siggi að hann og aðrir stjórnendur fyrirtækisins horfi einungis til Bandaríkjanna. Enda sé þar nóg eftir. „Við einblínum eingöngu á Norður-Ameríku en höfum skoðað Kanada en það er ennþá svo erfitt. Þeir eru með innflutningskvóta og það eiginlega þýðir ekkert að fara þangað nema maður sé með aðskilda framleiðslueiningu í Kanada. Það hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum.“ Í desember 2013 var tilkynnt að svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group hefði eignast fjórðungshlut í fyrirtæki Sigurðar. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fréttatilkynningu Emmi Group kom fram að sala á vörum Sigurðar ætti að öllum líkindum eftir að skila sautján milljónum Bandaríkjadala á árinu 2013. Því er ljóst að veltan hefur aukist mikið á einungis þremur árum. Hluthafahópurinn hefur að sögn Sigga ekki tekið neinum breytingum síðan Emmi Group kom inn og svissneska fyrirtækið er því enn eini stóri fagfjárfestirinn sem á hlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Hin 75 prósentin eru því enn í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast.Á nóg eftir Skyrið frá Siggi’s er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum en fyrirtækið framleiðir einnig aðrar mjólkurvörur eins og hefðbundnara jógúrt. Áherslan hefur alltaf verið lögð á vörur sem innihalda lítinn eða engan sykur. Sigurður er löngu orðinn þekkt nafn í bandaríska jógúrtbransanum og tekur undir fullyrðingu blaðamanns um að hann sé andlit fyrirtækisins út á við. Viðtöl í sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum séu góð leið til að auglýsa fyrirtækið og koma boðskapnum um heilsusamlegri mjólkurvörur áleiðis. „Fyrir utan þær vörur sem við höfum selt lengi og víða erum við með fullt af öðrum vörum sem seljast vel en eru ekki endilega komnar í fulla dreifingu. Við eigum því nóg eftir.“ Tengdar fréttir Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækið sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði í New York árið 2006, er með tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Nielsen í síðasta mánuði en vörurnar, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s, eru nú fáanlegar í 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. „Við vorum að fagna þessu í síðustu viku, eða því að við erum komin með þessa tveggja prósenta markaðshlutdeild. Við erum ennþá einn af minni aðilunum á markaðnum en erum allavega komin á blað,“ segir Sigurður Kjartan í samtali við Markaðinn.Tvær verksmiðjur Sigurður, eða Siggi, hefur búið á Manhattan frá árinu 2002 en skyrframleiðslan byrjaði sem áhugamál tveimur árum síðar. Í forsíðuviðtali í Markaðnum í janúar 2014 lýsti frumkvöðullinn því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði Sigurður við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte Consulting á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. Í kjölfarið kom hann framleiðslunni af stað á mjólkurbúi í uppsveitum New York og vörurnar enduðu í hillum verslana á borð við Whole Foods og Target. Í dag selur The Icelandic Milk and Skyr Corporation um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnu og mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. „Við erum núna með tvær verksmiðjur. Sú stærri er í New York-ríki en svo erum við einnig með mikla framleiðslu í Wisconsin þar sem við byrjuðum fyrir um tveimur til þremur árum. Svo erum við með vöruhús í Illinois þaðan sem við dreifum vörunum og tvær minni verksmiðjur sem við notum minna. Ég er með starfsfólk þar í gæðamálum sem er hluti af þessum 40 en þeir sem vinna á framleiðslulínunum vinna ekki fyrir okkur. Verksmiðjan í New York framleiðir nánast eingöngu fyrir okkur og þar eru um 200 manns í dag.“Skyrið frá Sigga er nú framleitt í þrettán bragðtegundum.Stórt stökk í fyrra Fyrirtæki Sigurðar samdi í september í fyrra við Starbucks og nú er hægt að kaupa Siggi’s-vörur í um sjö þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar í Bandaríkjunum. Á einu ári, eða frá 2015 til ársloka 2016, fjölgaði verslununum sem selja skyrið og aðrar mjólkurvörur fyrirtækisins úr 15 þúsund í 25 þúsund. Fjölgunina má því einnig rekja til annarra sölusamninga eins og þess við stórmarkaðinn Publix í Flórída sem rekur yfir eitt þúsund verslanir. „Það var mikill áfangi að fara inn í sjö þúsund Starbucks og var stór biti af söluaukningu okkar í fyrra. Við byrjuðum að senda til þeirra í október og nóvember en við höfðum átt í óformlegum viðræðum við þá lengi. Við höfum aukið úrvalið og erum komin með vel yfir 30 vörutegundir núna. Sumt af því er sama varan en í öðrum pakkningum og svo höfum við aukið úrval af skyri með hærra fituhlutfall, eða rjómaskyr,“ segir Sigurður. „Whole Foods er ennþá mjög stór viðskiptavinur og var fyrsti stóri kúnninn minn. Þetta er svo gríðarlega stór markaður og þó ég sé að verða búinn að vera í þessu í um ellefu ár þá er ég einungis kominn með tvö prósent af markaðnum. Það væri því gaman að halda áfram og ná inn í fleiri verslanir og auka vöruúrvalið í hverri verslun.“Ætla ekki í útflutning Tölur Nielsen yfir markaðshlutdeild eru gefnar út mánaðarlega. Þær byggjast á sölutölum úr mörgum af stærstu matvörukeðjum Bandaríkjanna og eru að sögn Sigurðar sá mælikvarði sem hann og stjórnendur fyrirtækja í samkeppni við framleiðsluvörur hans horfa hvað mest til. Að sögn Sigga byggja markaðsrannsóknir Nielsen á sölutölum sem nema samtals rúmum fjórum milljörðum dollara eða um 439 milljörðum króna. Aðspurður hvort áform séu um útflutning á vörunum til annarra landa segir Siggi að hann og aðrir stjórnendur fyrirtækisins horfi einungis til Bandaríkjanna. Enda sé þar nóg eftir. „Við einblínum eingöngu á Norður-Ameríku en höfum skoðað Kanada en það er ennþá svo erfitt. Þeir eru með innflutningskvóta og það eiginlega þýðir ekkert að fara þangað nema maður sé með aðskilda framleiðslueiningu í Kanada. Það hefur gengið mjög vel í Bandaríkjunum.“ Í desember 2013 var tilkynnt að svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group hefði eignast fjórðungshlut í fyrirtæki Sigurðar. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fréttatilkynningu Emmi Group kom fram að sala á vörum Sigurðar ætti að öllum líkindum eftir að skila sautján milljónum Bandaríkjadala á árinu 2013. Því er ljóst að veltan hefur aukist mikið á einungis þremur árum. Hluthafahópurinn hefur að sögn Sigga ekki tekið neinum breytingum síðan Emmi Group kom inn og svissneska fyrirtækið er því enn eini stóri fagfjárfestirinn sem á hlut í The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Hin 75 prósentin eru því enn í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast.Á nóg eftir Skyrið frá Siggi’s er nú fáanlegt í þrettán bragðtegundum en fyrirtækið framleiðir einnig aðrar mjólkurvörur eins og hefðbundnara jógúrt. Áherslan hefur alltaf verið lögð á vörur sem innihalda lítinn eða engan sykur. Sigurður er löngu orðinn þekkt nafn í bandaríska jógúrtbransanum og tekur undir fullyrðingu blaðamanns um að hann sé andlit fyrirtækisins út á við. Viðtöl í sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum séu góð leið til að auglýsa fyrirtækið og koma boðskapnum um heilsusamlegri mjólkurvörur áleiðis. „Fyrir utan þær vörur sem við höfum selt lengi og víða erum við með fullt af öðrum vörum sem seljast vel en eru ekki endilega komnar í fulla dreifingu. Við eigum því nóg eftir.“
Tengdar fréttir Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30 Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Siggi heldur sig við Norður-Ameríku Sigurður Kjartan Hilmarsson, eigandi The Icelandic Milk and Skyr Corporation, segir sölu á vörum fyrirtækisins vera í takt við væntingar. Hefur engin áform um að hefja sölu á skyrinu Siggi's í löndum utan Norður-Ameríku. 29. október 2014 07:30
Tók skyrið fram yfir Wall Street Vörur The Icelandic Milk and Skyr Corporation, fyrirtækis sem Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði árið 2006, eru nú fáanlegar í um fjögur þúsund verslunum í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst þegar Sigurður fór að búa til skyr í íbúð sinni á Manhattan. 22. janúar 2014 08:38