London Taxi rafvæðist Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 14:03 Fyrstu rafmagnsbílarnir frá London Taxi Company rúlla af færiböndunum. London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent
London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent