Stefnt að opnun Brauðs & Co við hlið Kaffi Vest Haraldur Guðmundsson skrifar 22. mars 2017 08:00 Gamla apótekið var áður rekið þar sem fjórða bakarí Brauð & Co gæti opnað. Vísir/Stefán Eigendur Brauðs & Co eiga í viðræðum um opnun á súrdeigsbakaríi við hlið Kaffihúss Vesturbæjar (Kaffi Vest) við Melhaga. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er gert ráð fyrir að bakaríið verði opnað í haust í verslunarplássi þar sem Gamla apótekið var áður til húsa. Brauð & Co rekur nú bakarí við Frakkastíg 16 í miðborg Reykjavíkur og til stendur að opna tvö til viðbótar. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um það hvort til stæði að opna það fjórða við hlið kaffihússins. Húsnæðið þar er í eigu eigenda Kaffihúss Vesturbæjar og hafa viðræðurnar samkvæmt heimildum staðið yfir í nokkra mánuði.Brauð & Co við Frakkastíg var opnað í mars 2016. Vísir/StefánÁform eigenda Brauðs & Co eru að nýtt bakarí verði opnað fyrir páska í húsnæði Gló í Fákafeni. Líkt og kom fram í frétt Morgunblaðsins verður þriðja bakaríið opnað í Mathöllinni á Hlemmi síðar í vor. Fyrsta bakaríið var opnað í mars í fyrra og því útlit fyrir að þau verði fjögur einungis einu og hálfu ári eftir opnun þess fyrsta. Kaffi Vest er eitt af vinsælli kaffihúsum borgarinnar og í eigu þeirra Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns, Péturs Hafliða Marteinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og eins eigenda Kex Hostels, Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Kristins Vilbergssonar, hluthafa í Kex Hosteli. Brauð & Co er í eigu Ágústs Einþórssonar, Gló veitinga ehf. og Þóris Snæs Sigurjónssonar. Gló er aftur í eigu hjónanna og fjárfestanna Birgis Þórs Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og hjónanna og stofnenda Gló, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eigendur Brauðs & Co eiga í viðræðum um opnun á súrdeigsbakaríi við hlið Kaffihúss Vesturbæjar (Kaffi Vest) við Melhaga. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er gert ráð fyrir að bakaríið verði opnað í haust í verslunarplássi þar sem Gamla apótekið var áður til húsa. Brauð & Co rekur nú bakarí við Frakkastíg 16 í miðborg Reykjavíkur og til stendur að opna tvö til viðbótar. Ágúst Einþórsson, bakari og stofnandi fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um það hvort til stæði að opna það fjórða við hlið kaffihússins. Húsnæðið þar er í eigu eigenda Kaffihúss Vesturbæjar og hafa viðræðurnar samkvæmt heimildum staðið yfir í nokkra mánuði.Brauð & Co við Frakkastíg var opnað í mars 2016. Vísir/StefánÁform eigenda Brauðs & Co eru að nýtt bakarí verði opnað fyrir páska í húsnæði Gló í Fákafeni. Líkt og kom fram í frétt Morgunblaðsins verður þriðja bakaríið opnað í Mathöllinni á Hlemmi síðar í vor. Fyrsta bakaríið var opnað í mars í fyrra og því útlit fyrir að þau verði fjögur einungis einu og hálfu ári eftir opnun þess fyrsta. Kaffi Vest er eitt af vinsælli kaffihúsum borgarinnar og í eigu þeirra Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns, Péturs Hafliða Marteinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og eins eigenda Kex Hostels, Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Kristins Vilbergssonar, hluthafa í Kex Hosteli. Brauð & Co er í eigu Ágústs Einþórssonar, Gló veitinga ehf. og Þóris Snæs Sigurjónssonar. Gló er aftur í eigu hjónanna og fjárfestanna Birgis Þórs Bieltvedt, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og hjónanna og stofnenda Gló, Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundssonar. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira