Svanurinn hafði fengið viðurnefnið „Hafnarstjórinn“ af bæjarbúum og var listinn yfir „brot“ hans orðinn ansi langur.
„Svanurinn var aflífaður aðfaranótt fimmtudagsins. Það var mikilvægt fyrir okkur að bíða ekki til morguns til að sleppa við vandræði. Með því að hafa þetta svona var enginn sem sá það og dýrið varð ekki stressað,“ segir Øystein Svalheim á landbúnaðarskrifstofi Bjarnarfjarðar, suður af Björgvin.
„Hafnarstjórinn“ hafði margoft verið til vandræða í höfninni í Os. Tók botninn úr þegar hann reyndi að draga stúlku á leikskólaaldri undir vatnyfirborðið og var í kjölfarið ákveðið að aflífa fuglinn.
Áður en náðist að fanga og aflífa Hafnarstjórann náði hann einni síðustu árás þegar hann fór um borð í bát sextán ára stúlku sem neyddist til að fara frá borði og synda í land.