Upptöku vantar af harkalegri handtöku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Ástæða þess að ekki er til upptaka af atvikinu er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Vísir/Eyþór Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél við Hamborgarabúlluna í Kópavogi, á þeim tíma sem umdeild handtaka átti sér stað þann 5. maí síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins, sem hefur fjallað ítarlega um handtökuna. Hinn handtekni tvífótbrotnaði þegar bílhurð var ítrekað skellt á fætur hans auk þess sem kylfum var beitt. Maðurinn hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ástæða þess að ekki er til upptaka af atvikinu er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Það liggur fyrir að það er ekki til upptaka af þessu. Það hafa verið gefnar ákveðnar tæknilegar skýringar á því og við förum bara yfir það allt, hvort það er allt eðlilegt,“ segir Kolbrún og bætir við: „Það er verið að skoða þær upptökur sem þó eru til og hvort þetta stenst allt, það er bara í rannsókn.“ Kolbrún lætur þess einnig getið að allt bendi til að það sem gerðist við lögreglubílinn sé utan sjónsviðs myndavélarinnar. Aðspurð um efni úr öðrum öryggismyndavélum úr nágrenninu segir Kolbrún að kallað hafi verið eftir upptökum á öllum stöðum í kring en engar upptökur hafi sýnt atvikið. Málinu var vísað til meðferðar hjá héraðssaksóknara þann 11. maí síðastliðinn, fimm dögum eftir að atvikið átti sér stað, en embættið fer með rannsókn og ákæruvald í málum sem varða ætluð refsiverð brot lögreglumanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél við Hamborgarabúlluna í Kópavogi, á þeim tíma sem umdeild handtaka átti sér stað þann 5. maí síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins, sem hefur fjallað ítarlega um handtökuna. Hinn handtekni tvífótbrotnaði þegar bílhurð var ítrekað skellt á fætur hans auk þess sem kylfum var beitt. Maðurinn hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ástæða þess að ekki er til upptaka af atvikinu er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Það liggur fyrir að það er ekki til upptaka af þessu. Það hafa verið gefnar ákveðnar tæknilegar skýringar á því og við förum bara yfir það allt, hvort það er allt eðlilegt,“ segir Kolbrún og bætir við: „Það er verið að skoða þær upptökur sem þó eru til og hvort þetta stenst allt, það er bara í rannsókn.“ Kolbrún lætur þess einnig getið að allt bendi til að það sem gerðist við lögreglubílinn sé utan sjónsviðs myndavélarinnar. Aðspurð um efni úr öðrum öryggismyndavélum úr nágrenninu segir Kolbrún að kallað hafi verið eftir upptökum á öllum stöðum í kring en engar upptökur hafi sýnt atvikið. Málinu var vísað til meðferðar hjá héraðssaksóknara þann 11. maí síðastliðinn, fimm dögum eftir að atvikið átti sér stað, en embættið fer með rannsókn og ákæruvald í málum sem varða ætluð refsiverð brot lögreglumanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00