Mjög hentugt víkingasport Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 10:15 Evert Víglundsson hefur tvisvar keppt í liðakeppni á heimsmótinu í CrossFit og lenti eitt sinn í 24. sæti af 20 í 25 þúsund keppenda hóp í einstaklingskeppni. "Möguleg ástæða þess að ég hef ekki komist alla leið í þessu sporti er að ég hef stundum tekið vinnu og fjölskyldu fram yfir tímafrekar æfingar sem þurfa að fara fram alla daga, mörg ár í röð. Líka farið stöku sinnum í ísbúðina og fengið mér bjór með vinum. Það er allt eða ekkert sem dugar ef maður ætlar sér á verðlaunapall í CrossFit," segir Evert. MYND/LAUFEY ELÍASDÓTTIR CrossFit-kappinn Evert Víglundsson ber fulla ábyrgð á CrossFit-æði Íslendinga. Hann fór fyrstur utan til náms í CrossFit og er nú yfirþjálfari og eigandi CrossFit Reykjavík, einnar stærstu CrossFit-stöðvar í heimi. CrossFit opinberaðist heimsbyggðinni þegar upphafsmaður þess, Greg Glassman, ræsti heimasíðuna crossfit.com árið 2001 og hóf að birta þar æfingu dagsins eða "WOD“ (e. workout of the day). Æfingarnar byggðu á blöndu ólympískra lyftinga og kraftlyftinga, fimleikaæfingum og þolæfingum, en áður hafði almenningur hvergi haft tök á að ástunda þessar íþróttagreinar á einum og sama stað,“ segir Evert, sem starfaði sem einkaþjálfari í World Class þegar hann komst á snoðir um æfingu dagsins hjá Glassman. „Þá fór ég að prófa æfingarnar á sjálfum mér, fann fljótt mikinn árangur og að þarna var eitthvað annað og meira í gangi en hefðbundin líkamsrækt. Ég hafði á árum áður keppt í fótbolta, sundi og á skíðum og saknaði keppnisstemningarinnar sem fylgdi því. Þarna fann ég hana aftur því CrossFit samanstendur af íþróttagreinum sem kalla á stöðuga keppni við sjálfan sig og aðra.“Íslendingar eru sterkirÞegar þarna var komið vildi Evert út. Þegar sumri hallaði 2008 fór hann vestur um haf í læri til að þjálfa eftir forskrift Glassmans sem byrjað hafði með litla stöð í Santa Cruz, Kaliforníu, en nú eru um 15 þúsund stöðvar í heiminum. Eftir þjálfaranámið fékk Evert leyfi til að reka eigin stöð undir merkjum CrossFit á Íslandi. „Um haustið, sama ár, opnaði ég CrossFit í World Class, Seltjarnarnesi, þar sem Björn Leifsson hjálpaði mér að komast af stað. Allar götur síðan hefur uppgangur CrossFit verið hraður á Íslandi og hvergi eins mikill í heiminum,“ segir Evert og veit upp á hár hvers vegna. „Ástæðan er sú að íslenska þjóðin er ákveðin og dugleg og hvergi bangin við að reyna nýja hluti. Við hikum ekki við að taka á hlutunum og skora á okkur sjálf. Því má segja að CrossFit sé hentugt víkingasport því það útheimtir styrk, djörfung og þor í miklum áskorunum.“ Af sömu ástæðu gangi íslenskum konum afburða vel í CrossFit en Íslendingar eiga tvo tvöfalda heimsmeistara í CrossFit; þær Annie Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. „Íslensku stelpurnar hafa frá upphafi heimsleikanna verið bestar og engar náð jafn merkilegum árangri. Ég er iðulega spurður um ástæðuna ytra og hef uppgötvað að íslenskar konur óttast ekki þátttöku í kraftasporti. Þær eru sterkari og ákveðnari að upplagi og ófeimnar við að vera harðar af sér. Það er það sem virkilega þarf í þetta sport.“ Evert er yfirþjálfari og eigandi CrossFit Reykjavík, þar sem verið hefur uppselt inn í stöðina frá því í desember í fyrra.MYND/LAUFEY ELÍASDÓTTIRKvennakeppnin harðari í árKeppni í kvennaflokki á heimsleikunum nú er harðari en nokkru sinni og gríðarlega spennandi, að sögn Everts. Hins vegar sé núverandi heimsmeistari í karlaflokki, Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser, líklegur til að verja titilinn en honum mætir Björgvin Karl Guðmundsson sem lenti í 3. sæti árið 2015. „Heimsleikarnir verða harðari með hverju árinu sem líður og fleiri konur jafn góðar í ár. Eingöngu atvinnumenn komast í fámennt úrtakið og engin leið fyrir venjulegan iðkanda að komast á heimsleikana eins og keppnin er orðin í dag. Leggja þarf allt undir og gera ekkert annað en að æfa ef markmiðið er að komast á leikana,“ segir Evert. Um 330 þúsund manns tóku þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit, sem haldnir verða í Madison, Wisconsin, dagana 3. til 6. ágúst. Aðeins þrjátíu karlar og þrjátíu konur komust í lokakeppnina, þar af fimm Íslendingar, fjórar konur og einn karl. Það eru Björgvin Karl, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir, Annie Mist, tvöfaldur heimsmeistari, og Katrín Tanja, núverandi og tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit. „Út á við eru stelpurnar allar vinkonur en á keppnisgólfinu ríkir innbyrðis keppni og mikið í húfi. Ég verð ánægður með að sjá þær allar standa uppi sem sigurvegara en vona auðvitað innst inni að Annie Mist vinni. Ég á mest í Annie, þjálfaði hana áður en hún byrjaði í CrossFit og þegar hún byrjaði í því. Í dag er Annie Mist einn af meðeigendum CrossFit Reykjavík og vinnur hér sem þjálfari þegar hún er heima.“ Á heimsleikunum fer einnig fram liðakeppni. Þar keppa sex manna lið, sem samanstanda af þremur konum og þremur körlum sem æfa á sömu CrossFit-stöðinni, á milli annarra stöðva í heiminum. „CrossFit Reykjavík sendir út eitt lið og CrossFit XY í Garðabæ annað lið til keppni. Örlítið auðveldara er að komast í liðakeppni heimsleikanna því í liðunum eru ekki atvinnumenn en þó þurfa keppendur að vera mjög færir á öllum sviðum til að eiga þangað erindi,“ segir Evert.Uppselt í CrossFit ReykjavíkÁrið 2008 vissu fáir á Íslandi hvað CrossFit var nema Evert og tveir aðrir; þau Leifur Hafsteinsson sem rak um tíma CrossFit-stöð í Sporthúsinu og Hrönn Svansdóttir sem opnaði CrossFit Reykjavík í bílskúrnum heima hjá sér í Mosfellsbæ. „Við Hrönn þekktumst frá fornu fari og í árslok 2009 var bílskúrinn orðinn of lítill og mig farið að langa út úr World Class, því CrossFit passar illa með hefðbundinni líkamsrækt. Við ákváðum því að leigja saman 900 fermetra húsnæði í Skeifunni 8 og opnuðum undir nafni hennar CrossFit Reykjavík í ársbyrjun 2010,“ segir Evert og bætir við að þau Hrönn hafi óttast að hafa tekið of stórt stökk upp á við. Ári síðar var húsnæðið sprungið og þau færðu sig yfir í helmingi stærra húsnæði í Faxafeni 12. „Í fyrravetur var það líka orðið of lítið og nú er einfaldlega uppselt í stöðina. Við hættum að selja kort í desember en hreyfing kemst á biðlista þegar einhver iðkenda hættir í stöðinni. Við viljum ekki troða inn fleirum heldur einbeita okkur að góðri þjónustu og tryggja nægt pláss til æfinga sem fyrir eru lagðar í persónulegri þjálfun.“Líftími skammur á toppnumAð byggja upp almenna hreysti er markmið CrossFit-æfingakerfisins. „Vinsældir CrossFit skrifast á raunverulegan árangur en einnig skemmtilegan félagskap. Sameiginleg markmið og hugarfar, um að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sameinar iðkendur og á milli þeirra kviknar ást og vinskapur. Þannig hafa orðið til CrossFit pör- og fjölskyldur um allan heim og líka hér á Íslandi,“ útskýrir Evert og upplýsir að með CrossFit-æfingum verði líkamsvöxtur eins og honum var áskapað að vera. „Fallegur líkamsvöxtur er bónus við almenna hreysti, og alltaf háður genetískum erfðum, en til gamans má geta að CrossFit-konur voru fengnar til að vera aukaleikarar í kvikmyndinni Wonder Woman vegna þess að þær litu út eins og Amazon-gyðjur.“ Æðsta takmark innan CrossFit er að komast á heimsleikana en til þess þurfa keppendur að sinna æfingum, mataræði og hugarfari alla daga ársins, mörg ár í röð. „Í öllum afreksíþróttum er sjálfsagi og viljastyrkur númer eitt, tvö og þrjú. Þannig sneri Katrín Tanja við blaðinu þegar hún komst ekki á heimsleikana 2014, fór að gefa innri styrk meiri gaum og stóð uppi sem heimsmeistari næstu tvö árin á eftir. Þess háttar íhugun kallast á ensku „mindfulness“ og snýst um að vera meðvitaður um sjálfan sig og eigin styrk; að trúa og treysta á sjálfan sig,“ segir Evert sem heldur fyrirlestra um næringu og „mindfulness“ um land allt. „Þeir sem ætla sér að ná árangri í lífinu þurfa að vera ánægðir með sjálfa sig og vitaskuld líður íslenska keppnisfólkinu vel með að vera komið í fremstu röð. Það hefur lagt hart að sér og unnið allt að sex tíma á dag við að þjösnast á líkamanum í alls kyns átökum. Eins og hjá öllum í afreksíþróttum slítur slíkt líkamanum út fyrir aldur fram en líftíminn á toppnum er skammur.“ Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
CrossFit-kappinn Evert Víglundsson ber fulla ábyrgð á CrossFit-æði Íslendinga. Hann fór fyrstur utan til náms í CrossFit og er nú yfirþjálfari og eigandi CrossFit Reykjavík, einnar stærstu CrossFit-stöðvar í heimi. CrossFit opinberaðist heimsbyggðinni þegar upphafsmaður þess, Greg Glassman, ræsti heimasíðuna crossfit.com árið 2001 og hóf að birta þar æfingu dagsins eða "WOD“ (e. workout of the day). Æfingarnar byggðu á blöndu ólympískra lyftinga og kraftlyftinga, fimleikaæfingum og þolæfingum, en áður hafði almenningur hvergi haft tök á að ástunda þessar íþróttagreinar á einum og sama stað,“ segir Evert, sem starfaði sem einkaþjálfari í World Class þegar hann komst á snoðir um æfingu dagsins hjá Glassman. „Þá fór ég að prófa æfingarnar á sjálfum mér, fann fljótt mikinn árangur og að þarna var eitthvað annað og meira í gangi en hefðbundin líkamsrækt. Ég hafði á árum áður keppt í fótbolta, sundi og á skíðum og saknaði keppnisstemningarinnar sem fylgdi því. Þarna fann ég hana aftur því CrossFit samanstendur af íþróttagreinum sem kalla á stöðuga keppni við sjálfan sig og aðra.“Íslendingar eru sterkirÞegar þarna var komið vildi Evert út. Þegar sumri hallaði 2008 fór hann vestur um haf í læri til að þjálfa eftir forskrift Glassmans sem byrjað hafði með litla stöð í Santa Cruz, Kaliforníu, en nú eru um 15 þúsund stöðvar í heiminum. Eftir þjálfaranámið fékk Evert leyfi til að reka eigin stöð undir merkjum CrossFit á Íslandi. „Um haustið, sama ár, opnaði ég CrossFit í World Class, Seltjarnarnesi, þar sem Björn Leifsson hjálpaði mér að komast af stað. Allar götur síðan hefur uppgangur CrossFit verið hraður á Íslandi og hvergi eins mikill í heiminum,“ segir Evert og veit upp á hár hvers vegna. „Ástæðan er sú að íslenska þjóðin er ákveðin og dugleg og hvergi bangin við að reyna nýja hluti. Við hikum ekki við að taka á hlutunum og skora á okkur sjálf. Því má segja að CrossFit sé hentugt víkingasport því það útheimtir styrk, djörfung og þor í miklum áskorunum.“ Af sömu ástæðu gangi íslenskum konum afburða vel í CrossFit en Íslendingar eiga tvo tvöfalda heimsmeistara í CrossFit; þær Annie Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. „Íslensku stelpurnar hafa frá upphafi heimsleikanna verið bestar og engar náð jafn merkilegum árangri. Ég er iðulega spurður um ástæðuna ytra og hef uppgötvað að íslenskar konur óttast ekki þátttöku í kraftasporti. Þær eru sterkari og ákveðnari að upplagi og ófeimnar við að vera harðar af sér. Það er það sem virkilega þarf í þetta sport.“ Evert er yfirþjálfari og eigandi CrossFit Reykjavík, þar sem verið hefur uppselt inn í stöðina frá því í desember í fyrra.MYND/LAUFEY ELÍASDÓTTIRKvennakeppnin harðari í árKeppni í kvennaflokki á heimsleikunum nú er harðari en nokkru sinni og gríðarlega spennandi, að sögn Everts. Hins vegar sé núverandi heimsmeistari í karlaflokki, Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser, líklegur til að verja titilinn en honum mætir Björgvin Karl Guðmundsson sem lenti í 3. sæti árið 2015. „Heimsleikarnir verða harðari með hverju árinu sem líður og fleiri konur jafn góðar í ár. Eingöngu atvinnumenn komast í fámennt úrtakið og engin leið fyrir venjulegan iðkanda að komast á heimsleikana eins og keppnin er orðin í dag. Leggja þarf allt undir og gera ekkert annað en að æfa ef markmiðið er að komast á leikana,“ segir Evert. Um 330 þúsund manns tóku þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit, sem haldnir verða í Madison, Wisconsin, dagana 3. til 6. ágúst. Aðeins þrjátíu karlar og þrjátíu konur komust í lokakeppnina, þar af fimm Íslendingar, fjórar konur og einn karl. Það eru Björgvin Karl, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir, Annie Mist, tvöfaldur heimsmeistari, og Katrín Tanja, núverandi og tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit. „Út á við eru stelpurnar allar vinkonur en á keppnisgólfinu ríkir innbyrðis keppni og mikið í húfi. Ég verð ánægður með að sjá þær allar standa uppi sem sigurvegara en vona auðvitað innst inni að Annie Mist vinni. Ég á mest í Annie, þjálfaði hana áður en hún byrjaði í CrossFit og þegar hún byrjaði í því. Í dag er Annie Mist einn af meðeigendum CrossFit Reykjavík og vinnur hér sem þjálfari þegar hún er heima.“ Á heimsleikunum fer einnig fram liðakeppni. Þar keppa sex manna lið, sem samanstanda af þremur konum og þremur körlum sem æfa á sömu CrossFit-stöðinni, á milli annarra stöðva í heiminum. „CrossFit Reykjavík sendir út eitt lið og CrossFit XY í Garðabæ annað lið til keppni. Örlítið auðveldara er að komast í liðakeppni heimsleikanna því í liðunum eru ekki atvinnumenn en þó þurfa keppendur að vera mjög færir á öllum sviðum til að eiga þangað erindi,“ segir Evert.Uppselt í CrossFit ReykjavíkÁrið 2008 vissu fáir á Íslandi hvað CrossFit var nema Evert og tveir aðrir; þau Leifur Hafsteinsson sem rak um tíma CrossFit-stöð í Sporthúsinu og Hrönn Svansdóttir sem opnaði CrossFit Reykjavík í bílskúrnum heima hjá sér í Mosfellsbæ. „Við Hrönn þekktumst frá fornu fari og í árslok 2009 var bílskúrinn orðinn of lítill og mig farið að langa út úr World Class, því CrossFit passar illa með hefðbundinni líkamsrækt. Við ákváðum því að leigja saman 900 fermetra húsnæði í Skeifunni 8 og opnuðum undir nafni hennar CrossFit Reykjavík í ársbyrjun 2010,“ segir Evert og bætir við að þau Hrönn hafi óttast að hafa tekið of stórt stökk upp á við. Ári síðar var húsnæðið sprungið og þau færðu sig yfir í helmingi stærra húsnæði í Faxafeni 12. „Í fyrravetur var það líka orðið of lítið og nú er einfaldlega uppselt í stöðina. Við hættum að selja kort í desember en hreyfing kemst á biðlista þegar einhver iðkenda hættir í stöðinni. Við viljum ekki troða inn fleirum heldur einbeita okkur að góðri þjónustu og tryggja nægt pláss til æfinga sem fyrir eru lagðar í persónulegri þjálfun.“Líftími skammur á toppnumAð byggja upp almenna hreysti er markmið CrossFit-æfingakerfisins. „Vinsældir CrossFit skrifast á raunverulegan árangur en einnig skemmtilegan félagskap. Sameiginleg markmið og hugarfar, um að verða besta útgáfan af sjálfum sér, sameinar iðkendur og á milli þeirra kviknar ást og vinskapur. Þannig hafa orðið til CrossFit pör- og fjölskyldur um allan heim og líka hér á Íslandi,“ útskýrir Evert og upplýsir að með CrossFit-æfingum verði líkamsvöxtur eins og honum var áskapað að vera. „Fallegur líkamsvöxtur er bónus við almenna hreysti, og alltaf háður genetískum erfðum, en til gamans má geta að CrossFit-konur voru fengnar til að vera aukaleikarar í kvikmyndinni Wonder Woman vegna þess að þær litu út eins og Amazon-gyðjur.“ Æðsta takmark innan CrossFit er að komast á heimsleikana en til þess þurfa keppendur að sinna æfingum, mataræði og hugarfari alla daga ársins, mörg ár í röð. „Í öllum afreksíþróttum er sjálfsagi og viljastyrkur númer eitt, tvö og þrjú. Þannig sneri Katrín Tanja við blaðinu þegar hún komst ekki á heimsleikana 2014, fór að gefa innri styrk meiri gaum og stóð uppi sem heimsmeistari næstu tvö árin á eftir. Þess háttar íhugun kallast á ensku „mindfulness“ og snýst um að vera meðvitaður um sjálfan sig og eigin styrk; að trúa og treysta á sjálfan sig,“ segir Evert sem heldur fyrirlestra um næringu og „mindfulness“ um land allt. „Þeir sem ætla sér að ná árangri í lífinu þurfa að vera ánægðir með sjálfa sig og vitaskuld líður íslenska keppnisfólkinu vel með að vera komið í fremstu röð. Það hefur lagt hart að sér og unnið allt að sex tíma á dag við að þjösnast á líkamanum í alls kyns átökum. Eins og hjá öllum í afreksíþróttum slítur slíkt líkamanum út fyrir aldur fram en líftíminn á toppnum er skammur.“
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira