Trump á leið í sautján daga frí Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í golfi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira