Erlent

Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sendi frá morðinu á Facebook.
Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sendi frá morðinu á Facebook. Facebook
Maðurinn sem var myrtur í Cleveland borg í Ohio fylki, í Bandaríkjunum, í gær hét Robert Godwin. Hann var 74 ára gamall og var hann faðir níu barna, og afi þrettán barnabarna. Morðinginn er enn ófundinn. 

Morðið á Godwin vakti gífurlega athygli vegna þess að morðinginn, Steve Stephens, sendi út frá morðinu í beinni á Facebook síðu sinni en hann virðist hafa valið sér fórnarlamb sitt af handahófi, þar sem Godwin var á göngu, nýkominn úr hádegismatarboði í tilefni páskanna.

Myndbandið af athæfinu fékk að standa í þrjár klukkustundir áður en Facebook lokaði fyrir síðu morðingjans. Í myndbandinu biður morðinginn fórnarlambið um að segja nafn fyrrverandi kærustu sinnar, áður en hann myrðir hann.

Morðinginn hefur sagt í öðru myndbandi, sem var á Facebook síðu hans, að hann hafi myrt 13 manns og ætli sér að myrða fleiri.

Lögregluyfirvöld í fimm ríkjum, Ohio, Indiana, Michigan, New York og Pennsylvaniu lýsa nú eftir Stephens og biðla til almennings um aðstoð við að hafa hendur í hári hans og er 50 þúsund dollara verðlaunafé boðið til þeirra sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×