Lífið

Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brad Pitt og Angelina Jolie meðan allt lék í lyndi.
Brad Pitt og Angelina Jolie meðan allt lék í lyndi. Vísir/getty
Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt í september á síðasta ári en þau höfðu verið saman síðan árið 2004.

Jolie segir að skilnaðurinn hafi tekið mjög á en hún var greind með sjúkdóm sem kallast Bell palsy fyrir stuttu. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að Jolie glímir stundum við lömun í andliti.

„Stundum setja konur sjálfan sig í síðasta sæti þegar um stóra fjölskyldu er að ræða,“ segir Jolie í viðtalinu við Vanity Fair.

„Þetta var bara orðið mjög erfitt,“ segir Jolie þegar hún var spurð út í skilnaðinn við Pit.

„Þetta snérist alls ekki um lífstíl okkar, hann var í raun aldrei vandamál. Við eigum sex börn saman og við erum bæði mjög stolt af þeim öllum. Þau hafa verið ótrúlega hugrökk í gegnum þetta ferli. Við erum öll bara að reyna jafna okkur eftir þá atburði sem áttu sér stað sem leiddu til þess að ég sótti um skilnað,“ segir Jolie og vildi ekki fara nánar út í þá atburði.

Forsíða Vanity Fair. Ljósmyndarar: Mert Atlas og Marcus Piggot. Stílisti: Jessica Diehl





Fleiri fréttir

Sjá meira


×