Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 14:06 Facebook sagði frá því í apríl að fyrirtækið hefði lokað reikningum sem dreifðu lygafréttum í aðdraganda forsetakosninganna. Vísir/AFP Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira