Mannréttindabrot í boði okkar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar