38 fermetrarnir nýttir til fulls Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 08:00 Sara Björk býr í lítilli vel skipulagðri íbúð í póstnúmeri 105 ásamt kærasta sínum, Ágústi Orra, og hundinum þeirra, Calvin. vísir/ANDRI MARINÓ Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“ Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Sjá meira
Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“
Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Sjá meira